is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16679

Titill: 
  • Farfuglar sem uppspretta myndsköpunar : námsefni í myndmennt
  • Farfuglar sem uppspretta myndsköpunar : greinargerð með handbók
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta fjallar um farfugla sem viðfangsefni í myndmennt og samanstendur það af handbók með kennsluefni og verkefnalýsingum og greinargerð. Einnig fylgja upplýsingar um viðkomandi fugl með hverju verkefni sem gegna hlutverki heimavinnu til að undirbúa nemendur fyrir skólavinnuna. Í þeim eru spurningar sem nemendur þurfa að svara þannig að þeir læri meira um viðfangsefnið áður en skólavinnan hefst. Handbókin er ætluð myndmenntakennurum á grunnskólastigi til stuðnings kennslu á miðstigi eða í 5. - 7. bekk. Á þessu aldursstigi eiga nemendur að hafa lesið um farfugla í náttúrufræði og eiga þeir því að þekkja marga farfugla þó þeir hafi ekki kynnst þeim af eigin raun. Námsefnið byggir því ofan á fyrri þekkingu nemenda og tengir hana við reynsluupplifanir og myndsköpun. Verkefnið eykur jafnframt læsi nemenda á umhverfi sitt. Við gerð þessa verkefnis studdist höfundur við heimildir um fugla og skoðaði innihald Aðalnámskrá grunnskóla 2007 fyrir listgreinar til að undirbyggja hugmyndir sínar að verkefnasafninu. Meginmarkmið námsefnisins er að gera myndmenntarkennurum kleift að tengja námsgreinina myndmennt við fyrirbæri í náttúrunni og samþætta náttúruskoðun í nærumhverfi skólans við myndsköpun. Hugmyndir að viðfangsefnum nemenda voru unnin með hliðsjón af þrepamarkmiðum Aðalnámskrár grunnskóla (Menntamálaráðuneytið, 2007).

Samþykkt: 
  • 25.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16679


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
greinargerð farfuglar.pdf375.52 kBLokaður til...01.05.2053GreinargerðPDF
námsefni-uppspretta.pdf31.6 MBLokaður til...01.05.2053PDF