is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1668

Titill: 
  • Eru leikskólar með á nótunum : hvernig er unnið með tónlist í leikskólum Hafnarfjarðar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi verkefni er unnið sem lokaverkefni til B.Ed. - prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vormisserið 2008. Markmiðið er að kanna hvernig tónlistarkennsla fer fram í leikskólum í Hafnarfirði því hún er oft og tíðum ekki jafn sýnileg og margt annað sem þar fer fram. Rannsóknir fræðimanna, sem fást við tónlistarþroska, skilgreina hann ekki allir á sama veg. Meirihluti þeirra aðhyllist að um sé að ræða meðfætt upplag sem þroskist fyrir áhrif umhverfis. Þrátt fyrir ólíkar stefnur eru þeir sammála um hve tónlistaruppeldi er mikilvægur þáttur í lífi mannsins. Þar gegna leikskólar veigamiklu hlutverki. Í aðalnámskrá leikskóla segir að það beri að leggja áherslu á að öll börn í leikskóla fái ríkuleg tækifæri til að iðka tónlist og njóta hennar. Einkum er átt við þætti eins og söng, hlustun, hreyfingu og leik með hljóðgjafa. En eru leikskólar að sinna því sem skyldi? Leitast er við að svara rannsóknarspurningunni sem er: Hvernig er unnið með tónlist í leikskólum Hafnarfjarðar? Til að fá skýra og góða mynd af því tónlistarstarfi sem fram fer er notuð eigindleg rannsóknaraðferð sem byggð er á viðtölum. Tekin eru viðtöl við sjö deildarstjóra í fjórum leikskólum í Hafnarfirði auk vettvangsheimsóknar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sem einn leikskólinn er í samstarfi við. Til að fá víðara samhengi er leitað upplýsinga hjá óháðum aðilum sem vinna með tónlistartengt efni í leikskólum. Niðurstöður sýna að oft gætir óöryggis hjá starfsfólki þegar kemur að tónlistarkennslu. Söngur er sá þáttur sem flestir víla ekki fyrir sér en þegar kemur að fjölbreyttari tónlistariðkun s.s. leik á hljóðgjafa og tónsköpun er annað uppi á teningnum. Starfsfólk telur sig oft skorta þekkingu á því sviði. Það skín í gegn að sá leikskóli sem er í samstarfi við Tónlistarskólann nýtur góðs af þekkingu fagaðila. Í mörgum leikskólum virðist vera langt í land hvað tónlistaruppeldi varðar en þó eru flestir sammála um mikilvægi þess.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 14.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1668


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
útdráttur.pdf71.31 kBOpinnútdráttur/abstractPDFSkoða/Opna
Eru leikskólar með á nótunum.pdf366.6 kBLokaðurhvernig er unnið með tónlist í leikskólum Hafnarfjarðar?PDF