is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16681

Titill: 
 • Árangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi
 • Titill er á ensku Outcome of coronary artery revascularization in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Á Íslandi hafa verið framkvæmdar í kringum 4000 kransæðahjáveituaðgerðir frá því fyrsta aðgerðin var gerð á Íslandi árið 1986. Kransæðahjáveita er algengasta opna hjartaskurðaðgerðin á Vesturlöndum og er kjörmeðferð við útbreiddum kransæðasjúkdómi. Aðgerðina er hægt að gera með hjarta- og lungnavél (HLV) eða á sláandi hjarta (SH). Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna árangur þessara aðgerða hjá heilli þjóð á fimm ára tímabili, bæði með tilliti til snemmkominna fylgikvilla og dánarhlutfalls innan 30 daga en einnig langtíma lifunar.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 720 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala árin 2002-2006. Sjúklingarnir skiptust í tvo hópa; 513 einstaklinga sem gengust undir aðgerð með aðstoð HLV (HLV-hópur) og 207 einstaklinga sem gengust undir aðgerð á sláandi hjarta (SH-hópur). Áhættuþættir, fylgikvillar og dánarhlutfall innan 30 daga voru bornir saman milli hópa og forspárþættir lifunar metnir með ein- og fjölbreytugreiningu.
  Niðurstöður: Karlar voru fleiri í HLV-hópi en áhættuþættir kransæðasjúkdóma, aldur og líkamsþyngdarstuðull reyndust sambærilegir milli hópa, einnig fjöldi æðatenginga og EuroSCORE. Aðgerðir á sláandi hjarta tóku 25 mínútum lengri tíma og blæðing í brjóstholskera var marktækt aukin án þess að það hefði áhrif á fjölda gefinna eininga rauðkornaþykknis í hópunum. Af alvarlegum fylgikvillum voru enduraðgerðir vegna blæðinga algengari í HLV-hópi og heildarlegutími rúmum sólarhring lengri. Minniháttar fylgikvillar voru einnig algengari í HLV-hópi (58% sbr. 48%, p=0,05). Dánarhlutfall innan 30 daga var hins vegar áþekkt í báðum hópum (4% sbr. 3%, p=0,68), einnig fimm ára lifun sem var 93% í báðum hópum. Í fjölbreytugreiningu spáðu hærra EuroSCORE og aldur fyrir dauða innan 30 daga og langtímalifun en ekki tegund aðgerðar (HLV eða SH).
  Ályktanir: Árangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi er góður, bæði hvað varðar dánarhlutfall innan 30 daga og langtímalifun. Þetta á jafnt við um aðgerðir sem framkvæmdar eru með aðstoð hjarta- og lungnavélar og aðgerðir á sláandi hjarta.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Around 4000 coronary artery bypass operations have been performed in Iceland since the first case was performed at Landspitali in June 1986. In the Western world coronary artery bypass is the most common open-heart procedure and is used for the treatment of advanced coronary artery disease. It can be done both On-pump, where cardiopulmonary bypass is used, or Off-pump on a beating heart. The aim of this study was to investigate the outome of coronary artery bypass operations in Iceland.
  Material and methods: This was a retrospective study on 720 consecutive patients who underwent surgical revascularization at Landspitali University Hospital between the years 2002 and 2006; 513 On-pump and 207 Off-pump patients. Demographics, complications and 30-day operative mortality were compared between the groups and predictors of survival identified using multivariate analysis.
  Results: The number of males was significantly increased in the On-pump group, but other risk factors of coronary artery disease, including age and high body mass index, were comparable, as was the number of distal anastomoses and EuroSCORE. The Off-pump procedure lasted 25 minutes longer on average and chest tube output was significantly increased, however, the amount of transfusions administered was similar. Of the major complications, stroke rates were similar in both groups (2%) but the rate of reoperation for bleeding was higher in the On-pump group. The rate of minor complications, however, was higher in the On-pump group (58% vs. 48%, p=0.05). Mean length of hospital stay was one day longer for On-pump patients but operative mortality was similar for both groups (4% vs. 3%, p=0.68) as was 5-year survival (93% in both groups). In multivariate analysis both EuroSCORE and age predicted outcome of 30-day operative mortality and long term survival but type of surgery (On-pump vs. Off-pump) was not a predictive variable.
  Conclusions: Outcome of myocardial revascularization in Iceland is good as regards operative mortality and long-term survival. This applies to both conventional On-pump and Off-pump procedures.

Samþykkt: 
 • 26.9.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16681


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ArangurKransaedahjaveituadgerdaMSritgerdHannesFinal20130925.pdf984.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna