Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16682
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tengsl ADHD einkenna á leikskólaaldri við námsárangur í grunnskóla og athuga þróun einkenna yfir fimm ára tímabil. Þátttakendur voru 50 börn fædd á árunum 2001 til 2003, sem komu á leikskólaaldri í athugun vegna ADHD einkenna á Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS), og foreldrar þeirra. Við úrvinnslu rannsóknarinnar var notast bæði við gögn úr sjúkraskrám ÞHS frá því að börnin voru á leikskólaaldri og gögn úr netkönnun sem lögð var fyrir foreldra þegar börnin voru í 4.-6. bekk grunnskóla. Helstu niðurstöður voru að ADHD einkenni á leikskólaaldri virtust ekki hafa tengsl við námsárangur í grunnskóla umfram greindartölu. Hins vegar komu fram áhrif ADHD einkenna, í samvirkni við greind, á íslenskueinkunn í samræmdum prófum 4. bekkjar og að hluta til á námsgetu samkvæmt foreldrum. Einkennum athyglisbrests og ofvirkni fækkaði yfir fimm ára tímabil og talsverður óstöðugleiki var til staðar bæði í greiningum og undirtegundum ADHD yfir tíma. Tæplega tveir af hverjum þremur sem fengu ADHD greiningu á leikskólaaldri myndu enn fá greiningu á grunnskólaaldri. Meginfærsla á milli undirtegunda var úr ADHD blönduð gerð yfir í ADHD með ríkjandi einkennum athyglisbrests.
Lykilorð: ADHD, námsárangur, langtímarannsókn, stöðugleiki greiningar
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð Steinunn F. Jensdóttir.pdf | 1,4 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |