Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16694
Bókaútgáfa er ein af mikilvægu stoðunum í íslensku samfélagi og menningarlegt gildi bóka fyrir Íslendinga er ótvíræð. Bókaútgáfa og bóksala hefur verið stunduð hér á landi undanfarna áratugi og árhundruð án þess þó að vera ein af megin atvinnugreinum Íslands. Bókaútgáfa og bóksala vega líklegast mun þyngra í hugum fólks og í umræðunni heldur en efnahagsleg umsvif iðnaðarins segja til um. Áhugavert er að reyna að varpa ljósi á hveru mikilvæg bókaútgáfa og bóksala er fyrir Íslendinga, bæði efnahagslega og menningarlega. Hér verður reynt að ná utan um hið efnahagslega og reynt að setja verðmiða á hið menningarlega.
Hér er leitast við að varpa ljósi á íslenskan bókamarkað. Bæði hvaða aðilar gegna lykilhlutverki, helstu einkenni íslenska bókamarkaðarins og umfang hans. Einnig verður skoðað hversu mikla styrki bókaútgáfa á Íslandi fær og hversu mikil þjóðhagsleg áhrif bókaútgáfu og bóksölu eru.
Íslenskur bókamarkaður er skoðaður út frá bókaútgefendum annarsvegar og bókasölum hinsvegar. Saga og núverandi samkeppnisumhverfi er kortlagt ásamt því að skoða iðnaðinn út frá fimm grunnstoðum hans, framboðskeðju, virðiskeðju, fimm krafta samkeppnislíkani Porter og SVÓT- greiningu.
Einnig er fjárhagslegur styrkur aðila á markaðinum skoðaður, svo sem hefðbundnar stærðir á borð við hagnað og eigið fé. Einnig er reynt að nálgast meðalverð bóka, þróun þess og samsetningu og sett í samhengi við verð erlendis, bæði út frá kostnaði og skattlagning.
Virði bóka og neytendaábati er skilgreindur og reynt að varpa ljósi á hvað skapar virði bóka þar sem þær eru menningarleg afurð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS ritgerð Dögg Hjaltalín 220277-5859.pdf | 3,02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |