Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16695
Í þessari ritgerð verður fjallað um tónlist Leifs Þórarinssonar með sérstakri áherslu á einleiksverk hans fyrir flautu, Sónötu per Manuela (1979). Verkið er greint allrækilega. Auk þess eru rakin tónlistarleg áhrif í verkinu og í tengsum við það í tónlist Leifs yfirhöfuð. Fjallað verður um „tvíburaverk“ flautusónötunnar, „Da“ fantasíu fyrir sembal (1979) og hvernig verkin tengjast.
Þá verður fjallað um Caputsónötu eftir höfund þessarar ritgerðar. Caputsónatan byggir á flautusónötunni að miklu leyti og “Da” fantasíunni að hluta. Rætt verður um tengsl verkanna og hvað aðferðum var beitt til að yfirfæra einleiksverk fyrir flautu á 16 manna hljóðfærahóp.
Í viðauka 1 er fjallað um raðtækni í verkum Leifs. Verk hans, Mosaik fyrir fiðlu og píanó (1961) er tekið sem dæmi um hvernig hann beitti raðtækni. Í framhaldi af því er fjallað lítillega um Fiðlukonsert Leifs (1969), eitt stærsta og merkasta verk hans, fyrst og fremst til að sýna fram á að þar byggir hann ekki á raðtækni sem hefur verið almenn skoðun þeirra sem um málið hafa fjallað.
Í viðauka 2 er fjallað um sálma í tónlist Leifs til að dýpka umfjöllun um sálmastef í Sónötu per Manuela og „Da“ fantasíu og sýna fram á trúarlegar áherslur hans í tónlist á ýmsum tímabilum
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð_26.9.2013.pdf | 3,13 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |