is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16697

Titill: 
 • Blóðhlutanotkun á íslenskum gjörgæsludeildum
 • Titill er á ensku Blood transfusion in Icelandic intensive care units
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Blóðhlutagjafir eru mikilvægur hluti gjörgæslumeðferðar, en vegna aukaverkana er vaxandi áhersla lögð á aðhaldssemi við gjöf blóðhluta. Áherslur á aðhaldsemi endurspeglast í nýlegum klínískum leiðbeiningum á Landspítala. Ekki eru fyrir hendi upplýsingar um umfang blóðhlutagjafa á gjörgæsludeildum Landspítala og hversu vel leiðbeiningum er fylgt. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna notkun blóðhluta á gjörgæsludeildum Landspítala og fylgni við klínískar leiðbeiningar.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sjúklinga 18 ára og eldri sem fengu blóðhluta á gjörgæsludeildum Landspítala frá 1. júní til 30. nóvember 2010. Skráðar voru upplýsingar um heilsufar sjúklinga, fjölda og tegund blóðhluta ásamt gildi blóðrauða, próthrombíntíma og blóðflagna við blóðhlutagjöf. Niðurstöður voru bornar saman við klínískar leiðbeiningar á Landspítala.
  Niðurstöður: Af 598 gjörgæslusjúklingum fengu 202 (34%) blóðhluta. Rúmlega helmingur þeirra lá á gjörgæsludeild eftir skurðaðgerð. Flestum, eða 179 (30%) var gefið rauðkornaþykkni, 107 (18%) fengu blóðvökva, 51 (9%) blóðflögur, en 34 sjúklingar (6%) fengu allar þrjár blóðhlutategundir. Blóðrauði við rauðkornagjöf var að meðaltali 87 g/L, en í 33% tilvika yfir 90 g/L og í 6% tilfella mældist hann yfir 100 g/L. Próthrombíntími var að meðaltali 20,4 sekúndur við blóðvökvagjöf, en í 82% tilfella undir 20,5 sekúndum. Blóðflögur við blóðflögugjöf voru að meðaltali 82 þús./μL en í 74% tilfella yfir 50 þús./μL.
  Ályktanir: Þriðjungi sjúklinga á gjörgæsludeildum Landspítalans eru gefnir blóðhlutar, oftast rauðkornaþykkni. Um 6% rauðkornagjafa og að minnsta kosti 14% blóðvökvagjafa og 33% blóðflögugjafa eru utan viðmiða leiðbeininga. Þessum niðurstöðum svipar til erlendra rannsóknaog ljóst er að fækka má óþarfa blóðhlutagjöfum á gjörgæsludeildum Landspítala.

Samþykkt: 
 • 30.9.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16697


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
blóðhlutagjafir á íslenskum gjörgæsludeildum.pdf3.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna