en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/16700

Title: 
  • Title is in Icelandic Börn og auglýsingar : hver er skilningur barna á auglýsingum í sjónvarpi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessu verkefni er fjallað um börn og auglýsingar í sjónvarpi. Skoðaðar eru erlendar rannsóknir frá Kína, Bandaríkjunum og Bretlandi sem leitast við að skýra skilning barna á auglýsingum í sjónvarpi. Fjallað verður um hvort auglýsingar séu að hafa áhrif á börnin og þeirra langanir. Er samhengi milli þess hvað börn eru að horfa mikið á sjónvarpið og með hverjum þau horfa? Hvort þau fái vasapening og hvort þau séu að hafa áhrif á innkaup heimilisins. Einnig verður farið inná þær aðferðir sem auglýsendur nota til þess að ná sem best til barnanna.
    Höfundur gerði rannsókn meðal foreldra barna 0-17 ára. Rannsóknin var viðhorfskönnun á netinu og var með henni reynt að sjá hvort að hegðun íslenskra barna væri í takt við þær rannsóknir sem höfundur notaði til þess að kynna sér efnið.
    Niðurstöðurnar urðu þær að íslensk börn haga sér á flestan hátt eins og jafnaldrar þeirra erlendis. Þekking þeirra á auglýsingum koma á sama tíma og hjá börnum erlendis. Helsti munurinn er sá að íslensk börn eru að eyða minna af peningum og þau hafa minni áhrif á innkaup heimilisins en jafnaldrar þeirra erlendis.
    Lykilorð: börn, auglýsingar, neysla, sjónvarp, barnaefni

Accepted: 
  • Sep 30, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16700


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Börn og auglýsingar lokaeintak.pdf602,73 kBLocked Until...2100/08/01HeildartextiPDF