is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16712

Titill: 
  • Titill er á ensku Dietary intake and blood lipid profile in six-year-old Icelandic children 2001-2002 and 2011-2012
  • Mataræði og blóðfitur sex ára barna á Íslandi 2001-2002 og 2011-2012
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur og markmið: Næringarástand og mataræði barna er talið geta haft langtímaáhrif á vöxt, þroska og heilsu síðar á lífsleiðinni. Þekking á fæðuvali og næringargildi fæðu mismunandi hópa nýtist meðal annars til að móta stefnu stjórnvalda í manneldismálum og til að móta áherslur aðgerða sem miða að því að bæta fæðuval og hafa þannig áhrif á almannaheilsu. Markmið þessa verkefnis var að bera saman fæðuval, næringargildi og blóðfitur sex ára íslenskra barna sem rannsökuð voru með tíu ára millibili, 2001-2002 og 2011-2012. Markmiðið var einnig að kanna tengsl milli neyslu á orkugefandi næringarefnum og blóðfita meðal sex ára barna.
    Aðferðir: Tvær landskannanir á mataræði sex ára barna voru framkvæmdar á árunum 2001-2002 og 2011-2012. Fullnægjandi þriggja daga fæðuskráning fékkst frá 131 einstaklingi (72%) 2001-2002 og 162 einstaklingum (83%) 2011-2012. Samanburður var gerður á neyslu matvæla úr völdum fæðuflokkum, hlutfallslegri skiptingu orkuefnanna auk neyslu vítamína og steinefna var milli kannanna. Gæði heildar mataræðis var metið út frá því hversu vel fæðuvalið samræmdist opinberum ráðleggingum um fæðuval (healthy eating index, HEI; stig gefin frá 0-8). Blóðsýni voru tekin úr 137 (76%) og 145 einstaklingum (74%), hver um sig í áðurnefndri röð. Heildar kólesteról, HDL og þríglýseríð voru mæld í blóði þátttakenda og LDL reiknað.
    Niðurstöður: Ef borin er saman neysla sex ára barna 2001-2002 og 2011-2012 sást aukning í heildarneyslu grænmetis og ávaxta (63%), kjöts og kjötvara (26%), osta (41%), morgunkorns (61%) og svaladrykkja (12%). Neysla á mjólk og mjólkurvörum dróst saman um 19% og neysla á kökum, kartöflum og gosi var marktækt minni 2011-2012 heldur en 2001-2002. Miðgildi HEI stiga (mælikvarði á gæði heildarmataræðis) var marktækt hærra 2011-2012 í samanburði við 2001-2002 (2 vs. 3 p<0,0001). Enginn munur sást á heildar orkuinntöku eða framlagi heildar fitu, kolvetna og próteina til heildar orku inntöku (E%) milli rannsókna. Hinsvegar vegar urðu breytingar í fitugæðum þar sem neysla á mettuðum fitusýrum og trans fitusýrum reyndist lægri á árunum 2011-2012 (13,3 E% og 0,8 E%) en 2001-2002 (miðað við (14,7 E% og 1,4 E%), p<0,0001). Neysla á ómettuðum fitusýrum jókst að sama skapi. Neysla á viðbættum sykri lækkaði um 1,6 E% (p=0,0003) á milli kannana og á sama tíma jókst neysla á fæðutrefjum (13 g/dag 2011-2012 miðað við 11 g/dag 2001-2002, p=<0,0001). Heildar styrkur kólesteróls í blóði og styrkur LDL voru marktækt lægri árin 2011-2012 samanborið við 2001-2002 (4,6 mmól / L miðað við 4,4 mmól / L, p = 0,003 og 2,8 mmól / L á móti 2,5 mmól / L, p = <0, 0001, hver um sig í áðurnefndri röð). Línuleg aðfallsgreining gaf til kynna að með hverri E% aukningu á neyslu mettaðrar fitu hækkaði LDL kólesteról um 0,03 mmól/L ( p=0,04).
    Ályktanir: Niðurstöður sýna að ýmsar jákvæðar breytingar hafa orðið á mataræði sex ára barna á Íslandi á frá árunum 2001-2002 til 2011-2012. Þó er enn langt í land með að mataræði barna sé í samræmi við ráðleggingar. Sú breyting sem varð á fituneyslu barnanna á tímabilinu (meiri neysla ómettaðra fitusýra á kostnað mettaðra fitusýra og trans fitusýra) gæti átt þátt í lækkun LDL kólesteróls í blóði sex ára barna.

  • Útdráttur er á ensku

    Background and objectives: It has been suggested that nutrition and diet in childhood has long-term effects on growth, development and health later in life. Knowledge of dietary intake of different groups within a population is important for public health, as it can be used for policy making and as a foundation for strategies aimed at improving dietary intake and thus influencing public health. The aims of the thesis were to compare dietary intake, nutrition and blood lipids in six-year-old Icelandic children from two national dietary surveys conducted 10 years apart, in 2001-2002 and 2011-2012. The secondary aim was to assess the association between the contribution of energygiving nutrients and blood lipids among six-year-old children.
    Methods: Two national cohort studies were conducted on six-year-olds in 2001-2002 and 2011-2012. Complete three-day food records were returned by 131 subjects (72%) in the 2001-2002 study and 162 subjects (83%) in the 2011-2012 study. The two studies were compared with regards to consumption of specific food groups, contribution of energy providing nutrients and intake of vitamins and minerals. Total diet quality was assessed by adherence to public food-based dietary guidelines (healthy eating index, HEI; points from 0-8). Blood samples were collected from 137 (76%) and 145 subjects (74%), respectively. Serum total cholesterol, HDL and triglycerides were measured and LDL calculated.
    Results: When comparing dietary intake in six-year-old children in 2001-2002 and 2011-2012 an increase in total consumption of fruits and vegetables (63%), meat and meat products (26%), cheeses (41%), breakfast cereals (61%) and cool drinks (12%) was observed. Consumption of milk and milk products decreased by 19% and consumption of cakes, potatoes and soda was significantly lower in 2011-2012 compared to 2001-2002. The median HEI score (an indicator of total diet quality) was significantly higher in 2011-2012 compared to 2001-2002 (2 vs. 3 p<0.0001). There was no difference in total energy intake or contribution of total fat, carbohydrates and proteins to total energy intake (E%), between the two studies.
    However, changes in fat quality were observed where intake of saturated fatty acids and trans fatty acids were lower in 2011-2012 (13.3 E% and 0.8 E%) compared to 2001-2002 (14.7 E% and 1.4 E%, p= <0.0001). At the same time, intake of unsaturated fatty acids increased. Intake of added sugar decreased by 1.6 E% (p=0.0003) between the two studies and higher intake of dietary fibre was observed 2011-2012 compared with 2001-2002 (13.2 g/day compared to 11.1 g/day, p=<0.0001). Total cholesterol and LDL concentrations in blood serum were significantly lower in 2011-2012 compared with 2001-2002 (4.6 mmol/L vs. 4.4 mmol/L, p=0.003 and 2.8 mmol/L vs. 2.5 mmol/L, p=<0.0001, respectively). In a multiple linear regression model, one E% increase in SFA intake was related to 0.03 mmol/L increase in LDL cholesterol (p=0.04).
    Conclusion: The results show several improvements in dietary habits of six-year-old children in Iceland from 2001-2002 to 2011-2012, while it is still a long way to go for the diet among children to be in adherence to food-based dietary guidelines. The change in intake of dietary fat during the period (increased intake of unsaturated fatty acids at the expense of saturated fatty acids and trans fatty acids) might have contributed to improved blood lipid profile among six-year-old children.

Samþykkt: 
  • 2.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16712


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dietary intake and blood lipid profile in six-year-old Icelandic children 2001-2002 and 2011-2012.pdf744.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna