is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16713

Titill: 
  • Móðurást í þremur leikritum Bertolts Brecht
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þrjú leikrit Bertolts Brecht, Mutter Courage og börnin hennar, Vopn frú Carrar og Krítarhringurinn í Kákasus, í ljósi þess hvernig móðurást birtist í þeim og hver áhrif hennar eru á rás atburðakeðjunnar. Í fyrstu er litið á viðtökur verkanna þegar þau voru sýnd á Íslandi til að athuga hvort íslenskir gagnrýnendur hafi gefið áhrifum móðurástarinnar sem efnisþáttum í leikritunum gaum en svo reyndist ekki vera. Því næst er einkennum epíska leikhússins lýst og fjallað um hvaða aðferðum Brecht beitti til þess að ná fram markmiðum sínum í leikritun og leikstjórn. Þá er skoðað hvernig birtingarmynd móðurástar er í ofantöldum verkum Brechts og því næst litið til tveggja annarra meginstefja í verkunum; trúarbragða og skynsemi. Að auki eru innbyrðis tengsl þessara þátta skoðuð. Þá er fjallað um eðli móðurástar í þessum verkum og rætt hvort hún birtist þar sem eyðileggjandi eða uppbyggjandi afl.
    Birtingarmynd móðurástar er ólík í hverju þessara leikrita fyrir sig en þó má finna sameiginlega þætti. Helstu einkenni móðurinnar í þessum verkum Brechts eru forsjárhyggja og tilfinningasemi. Þegar litið var til samspils stefja í leikritunum þremur var ljóst að trúarbrögðunum og móðurástinni var stillt upp gegn skynseminni, enda er móðurástin iðulega eigingjörn og jafnvel má líta á hana sem mikla einstaklingshyggju. Í verkunum þremur eru fulltrúar hinna vinnandi stétta hins vegar fulltrúar skynseminnar og tala máli hins „réttláta“ samfélags þar sem fjöldinn er settur ofar einstaklingnum. Í lok ritgerðarinnar er litið til eðlis móðurástar og í ljós kemur að blindandi áhrif hennar hefur neikvæð áhrif á ákvarðanatöku persónanna í verkunum.

Samþykkt: 
  • 2.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16713


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð Írisar.pdf815.19 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
ritgerdir_titilsida.pdf40.44 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna