is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16715

Titill: 
 • Veflægt verkefnasafn fyrir hönnun og smíði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Greinargerðin fjallar um uppsetningu á verkefnabanka fyrir námsgreinina hönnun og smíði, sem höfundur hefur lengi haft áhuga á að setja saman og koma fyrir á vefnum. Nauðsynlegt er að fjölbreytt kennsluefni fyrir smíðakennara, sem styður við framkvæmd Aðalnámskrár grunnskóla fyrir hönnun og smíði, sé þeim aðgengilegt á vefnum og auðvelt sé að nálgast það, en verkefnasafnið er að finna undir slóðinni er að finna undir slóðinni http://craftidea.iceland.li/.
  Upphaflegt áform höfundar var að setja saman vefsíðu með hugmyndum að verkefnum fyrir allar námsgreinar innan námssviðs list- og verkgreina, þ.e. hönnun og smíði, textíl- og myndmennt. Vefsíðan mun þó í fyrstu einungis verða fyrir hönnun og smíði. Henni er ætlað að auðvelda aðgengi smíðakennara að verkefnum fyrir mismunandi aldursstig grunnskólans. Verkefnin eru mismunandi að þyngd og tekur því mislangann tíma að framkvæma þau. Þau voru valin með fjölbreytni í huga til að sem flestir nemendur finni þar eitthvað við sitt hæfi. Hinsvegar verður að athuga að mörg verkefni má nýta fyrir aðra aldurshópa, en þau eru gefin upp fyrir.
  Í verkefnasafninu er lögð áhersla á að kennari geri kröfur til nemenda um vandvirkni og útsjónarsemi. Einnig er þar að finna verkefni sem reyna á sjálfsbjargarviðleitni nemenda og skilning þeirra á notkun margs konar verkfæra. Leitast er við að dýpka skilning á þeim viðfangsefnum sem unnið er að hverju sinni. Einnig er lögð áhersla á að hvert verkefni uppfylli áfangamarkmið greinarinnar við lok 4, 7 og 10 bekkjar, samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla.
  Lokaverkefni höfundar er í tveimur hlutum. Fyrsti hlutinn er verkefnavefur fyrir smíðakennara þar sem er að finna fjölbreytt verkefni með vinnulýsingum ásamt viðeigandi myndum og vinnuteikningum. Annar hlutinn inniheldur greinargerð sem ætlað er að veita lesandanum innsýn í námsgreinina og útskýra nýtingu verkefnasafnsins fyrir starfandi smíðakenna og nemendum þeirra. Í greinargerðinni verður fjallað um Aðalnámskrá grunnskóla fyrir hönnun og smíði frá 2007, sem nú er í gildi og þær kennsluaðferðir skoðaðar sem höfundur telur að henti fyrir kennslu í hönnun og smíði.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 3.10.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16715


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
astridur jona final III.pdf475.59 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna