is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16716

Titill: 
  • Fyrirburar og þroskafrávik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Draumur flestra fullorðinna einstaklinga er að eignast barn einhvern tímann á lífsleiðinni. Lang oftast ganga meðganga og fæðing vel en þó ekki alltaf, börn sem fæðast fyrir 37. viku meðgöngu kallast fyrirburar. Algengustu orsakir fyrirburafæðinga eru meðal annars; meðgöngueitrun, fjölburameðganga og sýkingar hjá móður. Á fæðingardeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss fæddust 197 fyrirburar árið 2011 eða 6% af heildarfjölda fæðinga og hafði þeim fækkað um 0,7% frá árinu áður. Niðurstöður rannsókna sýna að fyrirburar eru líklegri til að sýna þroskafrávik samanborið við fullburða börn, mestur er munurinn í skynhreyfiþroska og vitsmunaþroska en minnstur í málþroska. Heilalömun er algengasta þroskaröskunin sem kemur fram hjá fyrirburum. Lífslíkur fyrirbura hafa aukist með árunum og er það ekki síst fyrir tilstilli rannsókna og uppgötvana á þessu sviði. Rannsóknir tengdar börnum, heilbrigði þeirra og vellíðan eru mjög mikilvægar og verða vonandi til þess að hægt sé að draga enn frekar úr fyrirburafæðingum og þeim neikvæðu afleiðingum sem fyrirburafæðingar geta haft.

Samþykkt: 
  • 3.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16716


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.Skemma.GudnyThora.pdf1.01 MBLokaðurHeildartextiPDF
gudny_3.5.2019_11-26-40.pdf322.7 kBLokaðurPDF