is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16721

Titill: 
 • Eftirlit með sjúklingum með langvinna lungnateppu í bráðri öndunarbilun. Verklag til hagnýtingar á lungnadeild
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessa verkefnis er að þróa verklag um eftirlit hjúkrunarfræðinga með sjúklingum með langvinna lungnateppu í bráðri öndunarbilun. Með því er leitast við að auka þekkingu og skilning hjúkrunarfræðinga sem starfa við hjúkrun lungnasjúklinga í þeim tilgangi að tryggja öryggi bráðveikra lungnasjúklinga og hágæða hjúkrun þeim til handa.
  Fjöldi sjúklinga með langvinna lungnateppu fer vaxandi og því má búast við auknum fjölda bráðveikra sjúklinga með öndunarfæravandamál á sjúkrahúsum, einkum bráða öndunarbilun. Legutími hefur styst og sjúklingar eru veikari og hjúkrunarþyngdin meiri.
  Bráð öndunarbilun er algeng hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Þetta er lífshættulegt ástand og því er nákvæmt og stöðugt eftirlit nauðsynlegt. Með því má koma í veg fyrir versnandi sjúkdómsástand hjá bráðveikum. Eftirlit felst í heilsufarsmati, vöktun, athugun, beitingu innsæis, ákvarðanatöku og virkjun viðeigandi úrræða. Heilsufarsmat hjá sjúklingum í bráðri öndunarbilun beinist sérstaklega að starfsemi öndunarfæra þ.e. skoða, þreifa, banka og hlusta. Sérstök áhersla er á öndunartíðni og takt, súrefnismettun, hreyfingu brjóstkassa, notkun hjálparvöðva, mæði og húðlit. Einnig er vöktun blóðþrýstings, púls, vökvajafnvægis, meðvitundarástands og hita mikilvæg ásamt mati á blóðgösum. Með athugun fást upplýsingar um sjúklinginn með því að horfa, finna og snerta.
  Klínísk færni til að beita eftirliti nákvæmlega og örugglega er lykilatriði faglegrar þróunar hjúkrunar bráðveikra sjúklinga. Liður í slíku eftirliti er samræmt verklag sem byggir á gagnreyndri þekkingu. Öll frávik á lífsmörkum þarfnast nákvæms mats og endurmats ætíð í ljósi þess að ákvarðana um breytingar á meðferð getur verið þörf. Því er eftirlit og skráning þess mjög mikilvæg.

Samþykkt: 
 • 7.10.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16721


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður Heimisdóttir.pdf2.88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna