Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16729
Urbanization is one of the key issues faced by humanity. As the population of cities grows steadily every year, the urban slums grow bigger and will continue to do so if nothing is done to prevent the growth. One of the Millennium Development Goals (MDG) set by the United Nations Development Programme (UNDP) is to improve the lives of at least 100 million slum dwellers by the year 2020. To achieve this aim, governments around the world are driving slum upgrade programs.
In 2001, the Government of Kenya and UN-HABITAT established a program to address the issues of slums in Kenya. This 15-year program, called the Kenya Slum Upgrading Programme (KENSUP), has the objective of improving the overall livelihoods of the slum
dwellers by improving shelter, infrastructure services, land tenure and employment opportunities.
This research looks at Kibera, the largest slum in Kenya, which is part of KENSUP, as well as Mathare, the second-largest slum in Nairobi, which is not part of the program. The research looks at urban slum upgrade projects in both slums that have completed projects and others that are currently in progress. In particular it looks at how citizens have been included in the two different upgrades and at what level they were involved, if at all.
Based on the experience in these two slums, the research also looks at ways in which it is possible to get slum dwellers better involved in the slum-upgrading process, in particular through use of technology, such as geographical information systems (GIS) and mobile phones. Technology has been used for years in developed countries to improve citizen participation, but this research looks at how it can be adapted for use in developing countries.
Keywords:
GIS, mobile phones, public participation, slum upgrade, Nairobi, Kenya
Eitt af mest aðkallandi viðfangsefnum mannkyns er aukning fólksfjölda í borgum. Borgir heimsins stækka jafnt og þétt og á sama tíma stækka fátækrahverfi heims. Þessi hverfi munu stækka meir og meir ef ekkert er gert til að stöðva þessa aukningu.
Hluti af Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna (MDG) sem ákveðin voru árið 2000 er að bæta aðstöðu 100 miljóna íbúa þessara hverfa fyrir árið 2020. Til þess að ná þessum markmiðum þurfa ríkisstjórnir heims að taka þátt og setja í gang verkefni til þess að koma í veg fyrir þessa aukningu og bæta lífskjör fólks í fátækrahverfum.
Árið 2001 ákvað ríkisstjórn Kenía og UN-HABITAT að leggja fram aðgerðaráætlun þar sem lýst var leiðum til þess að bæta ástand fólks í fátækrahverfum Kenía. Aðgerðaráætlun til 15 ára, sem kallast KENSUP, var lögð fram en í henni er lögð áhersla á að bæta ástandið í fátækrahverfunum með því að byggja ódýrt húsnæði, bæta grunnvirki, tryggja betur umráðarétt á landi og auka atvinnutækifæri.
Í þessu rannsóknarverkefni er litið til Kibera, sem er stærsta fátækrahverfið í Kenía, en það er hluti af KENSUP áætluninni. Einnig er litið til Mathare, næst-stærsta fátækrahverfisins í
Nairobí, en það er ekki hluti af áætluninni. Skoðað er hvernig tókst til með eldra umbótaverkefni í Mathare og hvernig gengur með núverandi umbótaverkefni í Kibera. Sérstaklega er skoðað hversu mikil þátttaka almennings hefur verið í þessum tveimur verkefnum og hvaða áhrif þátttakan hafði, ef einhver.
Byggt á reynslu í þessum hverfum er einnig skoðað hvernig hægt er að fá íbúa til að taka meiri þátt með aðstoð tækni eins og GIS og farsíma. Tækni hefur verið notuð í mörg ár í þróuðum löndum til að auka þátttöku almennings í skipulagsmálum en í þessu tilviki er
skoðað hvernig nýta megi tækni í þróunarlöndum.
Lykilorð:
GIS, farsímar, þátttaka almennings, fátækrahverfi, Nairobi, Kenía
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sonja Petursdottir-Master thesis-120112-Signed.pdf | 2,75 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |