is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1673

Titill: 
 • „Æ, ég get þetta ekki“ : stærðfræði og stærðfræðierfiðleikar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B. Ed. – gráðu í grunnskólakennarafræði við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Kunnátta í stærðfræði er mikilvæg í daglegu lífi. Hinsvegar ráða ekki allir yfir nægri kunnáttu á þessu sviði. Í ritgerð minni rannsaka ég stærðfræði, stærðfræðierfiðleika og hvernig við þekkjum þá. Ég athuga hvernig við aðstoðum og hjálpum nemendum sem eiga við þessa fjölbreyttu erfiðleika að stríða og beini athyglinni að þeirri litlu vitneskju sem við höfum um það hvernig við gerum kennslu og nám auðveldara fyrir nemendur.
  Stærðfræðihlutinn fjallar um áherslur í stærðfræði og hvernig best er að kenna hana og læra. Ég kanna hver eru algengustu vandamálin hjá nemendum sem eiga við stærðfræðierfiðleika að stríða. Ég skoða hvaða einkenni eru algengust hjá þessum nemendum. Þá skoða ég dyscalculiu sérstaklega, kanna vandlega hvernig hún lýsir sér og hvaða einkenni eru sameiginleg með þeim nemendum sem glíma við dyscalculiu. Kennsluaðferðir og nýjungar eru skráðar og skoðaðar. Einnig athuga ég þrjár nýjar rannsóknir á erfiðleikum nemenda í stærðfræði og niðurstöður þeirra.
  Þá lít ég á mismunandi skimanir og greiningartæki, svo sem Bender-Gestalt, Piaget og Talnalykil. Það er mjög mikilvægt að hjálpa þeim sem eiga við erfiðleika að etja í stærðfræði og þess vegna kanna ég hvaða úrræðamöguleikar eru fyrir hendi fyrir þessa nemendur. Stærðfræðikennsla byggð á skilningi barna er ný aðferð við að kenna börnum stærðfræði. Ég athuga hana vandlega, útskýri á hverju hún byggir og hvernig hún nýtist við stærðfræðikennslu.
  Ég enda ritgerðina á því að fara yfir helstu atriði hvers kafla fyrir sig og kem fram með gagnrýni, skoðanir og áhyggjuefni, bæði mín eigin og kennara sem vinna við stærðfræðikennslu. Þar á meðal er gagnrýni á þær þrjár kannanir sem varða gáfnafar og stærðfræði ásamt niðurstöðum þeirra. Ég enda ritgerðina á því að koma með mína framtíðarsýn varðandi stærðfræðikennslu. Þar sem nemendur með ólíka getu fá allir kennslu við hæfi án mismununar eða fordóma.

Samþykkt: 
 • 15.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1673


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
341 Akureyri.pdf367.15 kBOpinn„Æ, ég get þetta ekki“ - stærðfræði og stærðfræðierfiðleikar-PDFSkoða/Opna