Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16730
Tíðni þunglyndis fer vaxandi, öryrkjum vegna geðrænna vandamála fjölgar og þunglyndið teygir anga sína yfir á mörg svið þjóðfélagsins. Það er ekki aðeins að sá þunglyndi þjáist, heldur getur þunglyndi hans haft veruleg áhrif á líðan og afkomu fjölskyldu hans, vinnuveitendur og allt nærumhverfi. Ýmis úrræði eru í boði fyrir þennan hóp en þörf er á nýjum aðferðum til að auðvelda einstaklingum sem glíma við þunglyndi að fylgjast með líðan sinni, hugsunum og atferli.
Snjallsímaforritið TAKK er viðleitni í þá veru og er hugsað sem viðbótarúrræði fyrir þá sem glíma við þunglyndi, depurð og kvíða en í þessu meistaraverkefni hefur verið unnið að greiningu og hönnun fyrir TAKK.
TAKK er ætlað að vera hjálpartæki við að fylgjast með, greina og koma auga á þá lykilþætti sem hafa áhrif á líðan notandans. TAKK veitir hinum þunglynda aukinn skilning á atferli sínu og líðan sem í framhaldinu gæti auðveldað honum að takast á við sín mál. Þannig gæti TAKK hjálpað að vísa veginn að því að finna leiðir til úrbóta.
Það væri ávinningur í því fyrir þjóðfélagið í heild koma með vöru á markað sem stuðlað gæti að bættri líðan þeirra sem glíma við þunglyndi. Það að ná betri tökum á eigin líðan hefur mikið að segja um lífsgleði einstaklinganna og lífsgæði
Efnisorð: APP. Gjörhygli. HAM. Hugræn atferlismeðferð. Snjallsímaforrit. Þunglyndi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þóra Halldórsdóttir_Meistararitgerd.pdf | 2.45 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |