is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16738

Titill: 
 • Aðgengi fatlaðra að 10 náttúruverndarsvæðum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Árið 2005 gerði Þórunn Edda Bjarnadóttir könnun á aðgengi fatlaðra að níu náttúruverndarsvæðum í B.s. verkefni sínu við Landbúnaðarháskóla Íslands.
  Markmið þessa verkefnis er að kanna hvernig aðgengi er háttað á þessum sömu svæðum í dag og hvort breytingar hafi orðið á þeim 7 árum sem liðin eru frá því Þórunn Edda gerði úttekt sína.
  Þau náttúruverndarsvæði sem eru í báðum úttektum eru Skaftafell, Djúpalónssandur, Almannagjá, Gullfoss, Geysir, Dimmuborgir, Hraunfossar og Barnafoss. Árið 2005 var gerð úttekt í Ásbyrgi en ófært var þangað þegar höfundur var á ferð og því var gerð úttekt í trjásafninu í Hallormsstaðarskógi í staðinn. Að auki er Arnarstapa bætt við í þessu verkefni.
  Í verkefninu er notaður listi yfir ákveðin atriði sem skoðuð eru á hverjum stað. Um er að ræða sama lista og notaður var árið 2005. Meðal annars er skoðuð merking og breidd bílastæða, salernisaðstaða, breidd, halli og yfirborðsefni göngustíga og útlit og staðsetning upplýsingaskilta.
  Í verkefninu er farið yfir helstu lög, reglur og leiðbeiningar sem snúa að aðgengi og fötluðum. Eftirtektarvert er að leiðbeiningar um aðgengi að náttúruverndarsvæðum eru ekki til, leiðbeiningar miðast almennt við umhverfi í þéttbýli.
  Niðurstöður úttektar eru dregnar saman og settur fram samanburður við fyrri niðurstöður. Að lokum eru settar fram tillögur um úrbætur.

Samþykkt: 
 • 11.10.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16738


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_BS_Ragnar_Bjorgvinsson.pdf23.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna