Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16742
Í þessu verkefni er raforkunotkun í Ösku, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, skoðuð með það að leiðarljósi að ná fram rekstrarhagkvæmni. Verkefnið er þrískipt og eiga allir þættir að stuðla að stöðugri og minni rafmagnsnotkun án þess að koma niður á starfsemi skólans. Í fyrsta lagi er rafmagnsnotkun byggingarinnar greind og kortlögð, í þeim tilgangi að greina áhrifaþætti hárrar rafmagnsnotkunnar og leggja fram tillögur um hvernig megi lækka þá. Í öðru lagi er spálíkan gert til þess að spá fyrir um rafmagnsnotkun og viðvörunarkerfi útfært til að skapa svigrúm til athafna, stefni í háan orkutopp. Í þriðja lagi er myndræn tillaga sett fram að endurgjöf upplýsinga í rauntíma, til nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands, til að auka raforkuvitund. Verkefnið leiddi í ljós að með einföldum aðgerðum er hægt minnka raforkunotkunina og bæta rekstrarhagkvæmni Öskju. Með umfangsmeiri framkvæmdum væri hægt að minnka notkunina enn frekar.
This project aims to observe the electricty consumption in Askja, the building for biology and geoscience, at Háskóli Íslands in order to decrease the usage and cost of electrcity. The project is divided into three sections where each part aims to decrease consumption and stabilize it, without affecting the day to day activity in the building. The first part analyzes and maps out the electricity consumption in order to suggest improvements. In the second part a forecast is made for the electricity consumption of the building and a warning system developed to prevent energy peaks before they happen. The third part aims to give real-time graphical feedback on energy consumption in order to raise energy awareness among the students and staff in the building. The conclusion is that with simple actions electricity consumption can be reduced and thus money saved. With more complex actions even more money can be saved.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Raforkunotkun Öskju -Tómas Björn Guðmundsson.pdf | 4.73 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |