is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16750

Titill: 
 • Pílagrímsferðir kristinna manna : hin helga upplifun eða venjuleg ferðamennska
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Trúarbrögð hafa verið hvati ferðalaga frá örófi alda og hefur umfang trúarbragðaferðamennsku aukist mikið undanfarin ár. Pílagrímsferðir eru eitt elsta form ferðamennsku og eru pílagrímsferðir kristinna manna þar engin undantekning.
  Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á pílagrímsferðir kristinna manna og hvernig þær tengjast ferðamennsku. Fjórar spurningar voru lagðar fram til að meta þessi tengsl. Reynt var að varpa ljósi á hvað er líkt og ólíkt með pílagrímsferðum nútíðar og fortíðar og skoðað hvort tilgangur slíkra ferða hafi breyst í gegnum tíðina. Áfangastaður pílagrímans er helgur staður og því var kannað hvort að helgur staður sé ferðamannastaður og hvort pílagríminn sé ferðamaður eða ferðamaðurinn pílagrími. Við þessa rannsókn var eingöngu unnið út frá gögnum sem þegar lágu fyrir en engum gögnum var sérstaklega safnað vegna hennar.
  Helstu niðurstöður sýna að ýmislegt er líkt með pílagrímsferðum nútíðar og fortíðar en þó er meira sem er ólíkt. Tilgangur ferða er að sumu leyti sá sami í nútíð og fortíð en munurinn liggur þó mestur í skynjun upplifunar. Helgur staður er greinilega ferðamannastaður og pílagrími er ferðamaður en hvort að ferðamaður sé pílagrími er umdeilanlegra en hallast er að því að það sé einstaklingsbundið.

 • Útdráttur er á ensku

  For a long time religion has been the motivation for travel and in recent years religious travel has grown tremendously. Pilgrimage is one of the oldest forms of religious travel and the purpose of this paper is to look at Christian pilgrimage and how it is connected to tourism. To evaluate this connection the following four questions will be asked:
  What are the simularities and differences between past and present pilgrimages?
  Is the purpose for a pilgrimage the same today as it was in the past?
  Is a sacred site sacred or is it a typical tourist place?
  Is the pilgrim a tourist or is the tourist a pilgrim?
  The data used for this research is all secondary data. The main conclusions show that a lot of similarities are with past and present pilgrimages but still there are more differences. The purpose for past and present pilgrimages remains the same at some levels but the main difference lies in the tourists perspective of the experience. A sacred place is a tourist place and a pilgrim is a tourist but the question whether the tourist is a pilgrim is more debatable but looks to be individualized.

Samþykkt: 
 • 15.10.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16750


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Guðrún Karólína Pétursdóttir.pdf707.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna