is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16757

Titill: 
 • Hagræn áhrif skógræktar: Árangur í atvinnuuppbyggingu á vegum landshlutaverkefna í skógrækt
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hér er sagt frá rannsókn á atvinnuuppbyggingu í skógrækt hjá skógarbændum um allt land á vegum landshlutaverkefna í skógrækt (LHV). Rannsóknin náði yfir tímabilið 2001-2010 og tók til allra skógarbænda á öllu landinu, sem voru 576 árið 2010. Skoðað var hversu mikil atvinna hefði orðið til á vegum hinna fimm LHV. Það er hlutverk LHV samkvæmt lögum að treysta byggð og efla atvinnulíf á starfssvæðum sínum og að skapa skógarauðlind á Íslandi með því að rækta fjölnytjaskóga og skjólbelti.
  Reiknað var út hversu mörg launuð ársverk hafa orðið til á landsvísu á þessum tíma með því að taka saman í bókhaldi LHV störf við gróðursetningu, jarðvinnslu og annað sem til þarf við að rækta skóg. Auk þess voru reiknuð saman störf starfsmanna hjá LHV og við skógarplöntuframleiðslu hjá gróðrarstöðvum fyrir LHV. Einnig voru margfeldisáhrif skógræktar á Íslandi metin og að lokum hversu mörg óbein og afleidd ársverk hefðu orðið til við starfsemi LHV.
  Að meðaltali voru greidd ársverk í skógrækt LHV á rannsóknartímabilinu 81,4 yfir allt landið. Þau voru um 63 árið 2001 og jukust upp í tæp 100 árið 2007 en síðan fækkaði þeim aftur niður í um 67 árið 2010. Hjá skógarbændunum sköpuðust að meðaltali yfir tímabilið um 37 ársverk, hjá plöntuframleiðendum um 25 og hjá starfsmönnum LHV um 20 ársverk.
  Þegar margfeldisáhrif skógræktar LHV voru reiknuð kom í ljós að óbein störf sem tengjast skógrækt yfir allt landið hafi verið á bilinu 10-20 ársverk á tímabilinu og afleidd áhrif skógræktar LHV í samfélaginu hafi skapað störf sem svarar á bilinu 20-40 ársverk, allt eftir þeim forsendum sem lagðar voru til grundvallar. Alls má því gera ráð fyrir að atvinnuuppbygging á vegum LHV í samstarfi við skógarbændur um allt land hafi skilað að jafnaði frá árinu 2001 sem svarar 90-140 launuðum ársverkum á landsbyggðinni.
  Í rannsókninni var einnig gerð könnun meðal skógarbænda um allt land á því hvort þeir ynnu launalaust við uppbyggingu skóganna til viðbótar við endurgreidda vinnu. Í ljós kom að um 80% þeirra gerðu það. Þessi vinna gæti árlega skilað að jafnaði um 20 ársverkum miðað við niðurstöður könnunarinnar sem er þá fjárfesting bænda til betri skóga í framtíðinni og bætist við tölurnar hér að ofan. Samtals var því skógrækt LHV að stuðla að um 110-160 ársverkum um allt land á tímabilinu 2001-2010.
  Þá eru ótaldir þeir möguleikar í framtíðinni sem liggja í úrvinnslu þeirrar auðlindar sem skapast hefur með starfsemi LHV. Reynt var að leggja mat á þá möguleika með samanburði við Skotland og Írland.

Samþykkt: 
 • 23.10.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_MS_Lilja_Magnusdottir.pdf2.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna