is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16759

Titill: 
 • Hraðrækt jólatrjáa á ökrum : áhrif mismunandi ræktunaraðferða á lifun og vöxt jólatrjáa á fyrstu vaxtarstigum
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Meiri þekkingu á akurræktun jólatrjáa við íslenskar aðstæður vantar til að auka framboð íslenskra jólatrjáa og gera framleiðslu þeirra hagkvæmari (stytta vaxtarlotuna). Til þess að afla þekkingar á þessu sviði var langtímaverkefnið „Hraðræktun jólatrjáa á ökrum“ sett af stað 2009 á Hvanneyri (HV). Árið 2011 var sambærilegum verkefnum bætt við á Norðurlandi (Krithóli í Skagafirði; KH) og á Suðurlandi (Prestsbakkakoti á Síðu; PK). Verkefnin voru sett út sem blokkatilraunir í frjósaman, unnin jarðveg, þar sem skjólbelti skýldu að minnsta kosti hluta svæðisins. Tilraunategundir voru þrjú mest seldu innlendu jólatrén; stafafura (SF; Pinus contorta), rauðgreni (RG; Picea abies) og blágreni (BG; Picea engelmannii) Aðalmarkmið verkefnisins var að kanna hvaða tegundir henta best við akurræktun, hvaða áburðarmeðferðir gefi bestan vöxt (enginn áburður, 12 g áburður eða 24 g áburður á plöntu) og hvaða eitrunarmeðferð (Roundup) sé hentugust til að hamla samkeppnisgróðri (vorúðun kringum plöntur, úðun í kringum plönturnar vor og haust eða heilúðun að hausti). Skjóláhrif á lifun og vöxt plantna voru könnuð ásamt því hvort munur væri á árangri milli landshluta. Að lokum var danska Topp-stopp aðferðin við vaxtarstjórnun reynd á SF í tveimur tilraunum á Fljótsdalshéraði.
  Á HV var vöxtur og lifun SF ágætur fyrstu tvö árin í óábornum reitum. Á öðrum vetri varð RG fyrir miklu áfalli (32% afföll), en BG var með góða lifun á HV fyrstu tvö árin en kól mikið. Á KH voru mest afföll hjá RG (19%) en BG lifði en kól talsvert. Í PK drapst allt RG fyrsta veturinn en BG lifði en kól og óx mjög lítið. Á 3. og 4. ári eftir gróðursetningu var SF á HV komin með hæstan vaxtarstuðul, en bæði RG og BG voru enn í vaxtarstöðvun vegna vetraráfalla. SF var sú tegund sem gekk best á öllum stöðum, bæði hvað varðaði lifun og vöxt, og því er mælt með henni til áframhaldandi þróunar í akurræktun jólatrjáa.
  Áburðargjöf hafði engin jákvæð áhrif á vöxt plantna fyrstu 2-4 árin, og marktækt meiri afföll voru hjá SF á HV þegar borið var á við gróðursetningu 2009. Þá fylgdi í kjölfarið mjög þurrt sumar. Samkeppnisgróðurinn var einnig langmestur í ábornu reitunum. Engar marktækar breytingar fundust á næringarinnihaldi í barri plantnanna 1-4 árum eftir að áburðargjöf hófst. Mælt er með út frá þessum niðurstöðum að sleppa áburðargjöf að minnsta kosti fyrstu tvö árin eftir gróðursetningu í frjósama akra. Heilúðun að hausti hafði mest hamlandi áhrif á samkeppnisgróður vorið eftir, án þess að hafa neikvæð áhrif á lifun eða vöxt trjáplantnanna, en ein vorúðun á milli plantna var of lítið til að halda samkeppnisgróðri niðri. Skjóláhrif voru greinileg því besta lifun og vöxtur fundust í blokkum sem voru í skjóli fyrir ríkjandi og hvössustu vindáttunum. Jólatrjáaræktendur eru því hvattir til að byrja á því að undirbúa ræktun sína með því að koma upp öflugu skjólbeltakerfi í kringum jólatrjáaakra sína. Ræktunarsvæðið með landrænast veðurfar (KH) var með besta lifun og vöxt, en þessu var öfugt farið með hafrænasta svæðið (PK). Áhrif Topp-stopp meðferðar á ársvöxt SF sýndu að hægt var að draga úr toppvexti ef meðferðinni var beitt rétt eftir eða áður en brumlenging fór af stað. Fleiri rannsókna á akurræktun er þörf til að þróa þessa ræktunaraðferð betur.

 • Útdráttur er á ensku

  [Effect of different cultivation practices on the survival and growth of Icelandic Christmas trees in the early growth stage on agricultural fields].
  More knowledge is required about how to efficiently produce Christmas trees on fertile soils under Icelandic conditions. A long-term research project was therefore established in West, North, and South Iceland in 2009 and 2011, on fertile, cultivated soils where shelterbelts were growing around at least part of the area. These three experiments were conducted until autumn 2012. The three most popular conifer species for Christmas trees in Iceland were compared: Norway spruce (NS; Picea abies), Engelmann spruce (ES; Picea engelmannii) and lodgepole pine (LP; Pinus contorta). Three different fertilizer regimes were tested: No fertilizer (control), 12 g fertilizer/plant, or 24 g /plant annually in the spring. Three different herbicide (Roundup) regimes were tested: Sprayed once in spring between plants, sprayed twice during spring and late summer between plants, sprayed once in the autumn over plants.
  During the first two years after planting in West Iceland, LP showed the best growth and good survival on unfertilized plots. During the second year (winter) there was 32% mortality in NS, while the ES survived well but also had serious winter damage. In North Iceland, NS had the highest mortality (19%) after the first year, ES survived but suffered from winter damage, while LP grew best and survived well. In South Iceland, NS died completely after the first winter, ES survived but suffered from winter damage and LP had the best survival and growth rate. After four years in West Iceland, LP had the highest volume index and was both surviving and growing well, while the two spruce species were still struggling. LP was judged the best adapted species for Christmas tree production on agricultural fields in Iceland.
  Both fertilizer trials gave significant negative effects on survival and growth rate in West Iceland during the first two years, especially for LP, but mostly no effect at the other sites. It did not affect the autumn nutrient content of the needles at any of the sites 2-4 years after planting. It was therefore recommended that fertile Christmas tree fields should not be fertilized during the initial two years, at least. The herbicide trials showed that spraying once between plants in the spring was not enough to keep weeds at bay, while double spraying between plants in spring and late summer was more effective. The best results were achieved by spraying in the autumn over both trees and weeds, which was the recommended method. The shelter effect was clear. Christmas tree producers were encouraged to start by improving the conditions around their future Christmas tree fields with shelterbelts. The difference between the three locations was large, and the oceanic (winter) climate was found to be the main obstacle for a successful initial phase in Christmas tree production at some locations. The effect of the Top-Stop Nipper on the annual growth of LP was tested and the results showed that it is possible to reduce the annual growth of LP by applying this method at the right time. More research is urgently needed to develop cultivation methods for Christmas trees on agricultural fields in Iceland.

Samþykkt: 
 • 23.10.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16759


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_MS_Else_Moller.pdf2.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna