Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16760
Með hækkandi sjávarhita hefur nýjum fisktegundum í hafinu umhverfis Íslands fjölgað. Á undanförnum árum virðast fjórar nýjar tegundir hafa náð fótfestu hérlendis steinsuga
(Petromyzon marinus), sandrækja (Crangon crangon), grjótkrabbi (Cancer irroratus) og flundra (Platichthys flesus), sem einnig nýtir búsvæði í árósum og ferskvatni á hluta lífsferilsins, en tegundin var fyrst greind á Íslandi árið 1999.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna útbreiðslu flundru við Ísland, og lífshætti flundru á vatnasvæði Hvítár í Borgarfirði ásamt umhverfisþáttum; (1) landnám var kannað með heimildaleit og spurningalista til veiðifélaga (2) rannsökuð var, stærðarsamsetning, aldur, vöxtur, kynjahlutfall, kynþroski, fæða og fæðuval flundrunnar á þremur stöðvum á ósasvæði Hvítár (3) umhverfisþættir voru mældir, hitastig á mælistöðum, selta, auk athugana á búsvæðum (4) gerður var samanburður á fæðu laxfiska (Salmonidae) og flundru.
Rannsóknin fór fram á tímabilinumaí – september 2011 auk þess voru notuð gögn frá Veiðimálastofnun sem safnað var árið 2010.
Göngur flundrunnar inná ósasvæðið fóru eftir árstíðum, lítið var af fiski um vorið en jókst er leið á haustið. Geldfiskur var ríkjandi er ofar dró í ósnum. Kynþroska fiskur gekk utar um haustið, en geldfiskar urðu eftir. Aldur flundrunnar spannaði frá 0+ til 8+ (vorgömul seiði- flundru á níunda ári) og hrygnur voru algengari í eldri aldurshópum. Flundrurnar voru á lengdarbilinu 8-42 cm.
Mikill breytileiki kom fram í fæðu flundrunnar eftir stöðvum. marflær (Gammarus spp) voru ríkjandi í fæðu flundru í ísöltu vatni, einnig bar nokkuð á silungaseiðum og fiskleifum. Fæðuval flundru í sjó var fjölbreyttara, helstu fæðugerðir voru skeldýr (Bivalvia), marflær, sandmaðkur (Arencolamarina ), trönusíli (Hyperoplus lanceolatus) og fiskleifar. Einnig fundust laxaseiði í magasýnum flundru í Andakílsá. Flundra er því ósérhæfð í fæðuvali. Flundra er afræningi á fiskum, m.a. laxfiskum, og fæðuval flundru og laxfiska skarast að töluverðu leyti, t.d. ögnum, marfló og trönusíli. Samkeppni ríkir því að einhverju leyti um fæðuna á ósasvæði Hvítár milli flundru og laxfiska.
Samkvæmt könnuninni nær útbreiðsla flundrunnar nú frá Breiðdalsvík að austanverðu, réttsælis með landinu og norður í Skagafjörð. Flundran virðist ekki hafa numið land frá norðanverðum Skagafirði að Breiðdalsvík.
With increased ocean temperatures, more fish species have in recent years been recorded in Icelandic waters. Four new species are now established in Icelandic waters, sand shrimp (Cancer irroratus ), lamprey eels (Petromyzon marinus), stone crab (Cancer irroratus) and the European flounder (Platichthys flesus), which also utilizes low salinity habitat in estuaries and freshwater during their life cycle. The purpose of this study was to investigate the distribution of flounder in Iceland andstudy flounder life history in the river catchmentof Hvítá in Borgarfjörður: (1) the distribution was investigated with literature research and questionnaireto the freshwater fisheries associations, (2) relative abundance, size composition, age, growth, sex ratio, maturity, food and food selection of flounder (3) environmental factors were recorded (temperature, salinity, habitat) (4) a comparison was made between the flounder diet and salmonids.The study took place in May - September 2011. Data collected in 2010 was also used.
Migration of flounder into the Hvítá estuarywas seasonal; few fish were caught in the spring but catches increased progressively in summer and was higest in the autumn. Immature flounder dominated the catches in the estuary in the summer and fall. Mature flounder was most common in the lower part of the estuary but were almost absemt the estuary in the autum. Age of flounder ranged from 0 + to 8 + and females were more common in the older age groups. The flounders ranged from 8 - 42cm in size.
The flounder diet, varied with sample sites. The dominant prey items in brackish water were amphipodes (Gammarus sp) and arctic char juveniles (Salveninus alpinus) In the sea, greater food diversity was recorded in the flounder diet including bivalves (Bivalvia), amphipods (Gammarus sp.), sand worms (Arenicola marina), greaterer sandeels (Hyperoplus lanceloatus) and unidentifed fish. Juvenile salmon were also found in stomach samples of flounder in Andakílsá river in freshwater. The flounder is a generalist in food selection and predates on several fish species including salmonids. Competition was observed between salmonids and flounder on several pray items in the Hvítá estuary.
Distribution of flounderranges from Breiðdalsvík in east, clockwise around the country, to Skagafjörður in the north.Flounder appears not to have colonized rivers and estuaries in the northeast from northern Skagafjörður to Breiðdalsvík.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2013_MS_Asgeir_Hlinason.pdf | 4,33 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |