is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16762

Titill: 
  • Kúnst eða kunnátta? Um frásagnarfræðilegt hlutverk galdurs
Útgáfa: 
  • Október 2013
Útdráttur: 
  • Fornaldarsögur Norðurlanda, sem voru ritaðar á Íslandi á 13. og 14. öld, fjalla um hetjur og fornkonunga, einkum í Skandinavíu, fyrir landnám Íslands. Vegna fjarlægðar í tíma og rúmi er sú fortíð sem frá er sagt sveipuð þoku og dulúðin liggur aldrei langt undan. Yfirnáttúrlegar verur á borð við tröll og dverga koma þar víða við sögu, og meira fer fyrir fjölkunnugu fólki og vættum en í sögum sem eiga sér stað á Íslandi og liggja nær ritunartíma sagnanna. Í sögunum er getið um ýmis konar galdur og óhætt er að segja að hugmyndum ægi þar saman; allt eru þetta þó hugmyndir sem fólk, þ.e. höfundar sagnanna og áheyrendur, höfðu um fortíðina.
    Þótt sögurnar geti í vissum tilvikum endurspeglað fortíðina, bæði efnislega og hugmyndafræðilega, eru þær fyrst og fremst bókmenntir. Vegna þessa er nauð-synlegt að skoða hugmyndir um galdur út frá hlutverki þeirra innan textans og í hvaða tilgangi höfundar sagnanna grípa til þeirra. Í fyrirlestrinum verður litið á hug-myndir um helstu tegundir galdurs innan fornaldarsagna, þær flokk¬aðar og skoðaðar með aðferðum frásagnarfræði. Rannsóknin kemur til með að varpa ljósi á takmarkað heimildagildi bókmenntanna, þar sem yfirleitt er gripið til galdurs í þágu framvindunnar.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XIV: Ráðstefna í félagsvísindum - Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978 9935 424 17 4
Samþykkt: 
  • 24.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AdalheidurGuðmundsdottir_Felman-1.pdf409.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna