is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16766

Titill: 
 • Ísland í hugrenningum íslensk ættaðra Brasilíubúa
Útgáfa: 
 • Október 2013
Útdráttur: 
 • Hátt í 40 Íslendingar fluttust búferlum frá norðurlandi á seinni hluta 19. aldar og settust að í suðurhluta Brasilíu. Í dag er fjöldi afkomenda Brasilíufaranna á huldu en áætlað er að þeir geti skipt hundruðum. Samkvæmt frumniðurstöðum yfirstandandi doktorsverkefnis míns virðist íslenskur uppruni vera afkomendunum þýðingarmikill og er áhrifaþáttur í mótun menningarlegrar sjálfsmyndar þeirra. Í því tilliti eru hugmyndir afkomendanna um Ísland og Íslendinga mikilvægar og í senn áhugaverðar.
  Í þessari grein verður sjónum beint að þeim hugmyndum sem Brasilíubúar af íslenskum uppruna hafa um Ísland, hvar uppspretta hugmyndanna er að finna og hvar áhrifa þeirra gætir. Sérstaklega verður litið til samtímans og meðal annars spurt hvort efnahagshrunið árið 2008 hafi að einhverju leyti endurskapað hugsmíð afkomendanna, sérstaklega þeirra sem viðhalda tengslum við land og þjóð í gegnum veraldarvefinn.
  Stuðst er við gögn frá þátttökuathugunum meðal afkomenda Íslendinga í Brasilíu og viðtölum.

Birtist í: 
 • Þjóðarspegillinn XIV: Rannsóknir í félagsvísindum - Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
 • 978 9935 424 17 4
Samþykkt: 
 • 24.10.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16766


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EyrúnEyþórs_Felman.pdf404.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna