is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16770

Titill: 
 • Aldraðir Íslendingar og aðstandendur þeirra: Hindranir við öflun upplýsinga
Útgáfa: 
 • Október 2013
Útdráttur: 
 • Fjallað verður um eigindlega rannsókn þar sem megin markmiðið er að afla þekkingar á upplýsingahegðun eldri borgara sem eru búsettir í heimahúsi og í þörf fyrir aðstoð. Ennfremur er athugað hvernig aðstandendur styðja við upp-
  lýsingahegðun þeirra. Alþjóðlega eru mjög fáar rannsóknir til um upplýsingahegðun eldri borgara þar sem tekið er mið af þeim breytingum sem verða á
  heilsufari og aðstæðum þeirra við hækkandi aldur. Jafnframt er afar lítil vitneskja til um það hvernig aðstandendur þeirra styðja við upplýsingahegðun þeirra. Því
  er brýnt að auka þekkingu á þessu sviði. Í erindinu og greininni verður lögð
  áhersla á það á hvaða formi og eftir hvaða leiðum aldraðir og aðstandendur
  þeirra kjósa að fá upplýsingar auk þeirra hindrana sem þeir töldu sig upplifa við
  upplýsingaöflun. Niðurstöður byggja á greiningu á opnum viðtölum við 29 þátt-
  takendur sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, í dreifbýli og í kaupstað úti á
  landi. Í hópi þátttakenda voru 15 aðstandendur, níu konur og sex karlar á
  aldrinum 37–74 ára, og 14 aldraðir einstklingar, níu konur og fimm karlar á aldr-
  inum 70–90 ára. Leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
  Á hvaða formi og eftir hvaða leiðum velja aldraðir og aðstandendur þeirra að
  afla upplýsinga? Hvaða hindranir upplifa aldraðir og aðstandendur þeirra við
  upplýsingaöflun?

Birtist í: 
 • Þjóðarspegillinn XIV: Rannsóknir í félagsvísindum - Félags - og mannvísindadeild
ISBN: 
 • 978 9935 424 17 4
Samþykkt: 
 • 24.10.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16770


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AgustaPalsSigridurEinars_Felman.pdf408.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna