en English is Íslenska

Article

University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/16778

Title: 
 • Title is in Icelandic Af jaðrinum: Samfléttun slóða og staða
Published: 
 • October 2013
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Oft er fjallað um dreifbýli á Íslandi og víðar sem jaðarsvæði í tengslum við skilgreinda miðju höfuðborgar og annarra stærri þjónustukjarna. Yfirleitt eru jaðarsvæði skilgreind með tilliti til fjarlægðar eða samgangna, t.d. hversu langan tíma það tekur að ferðast frá miðju til viðkomandi staðar. Í þessum fyrirlestri er ætlunin að ræða um þýðingu hugtaksins jaðars út frá kenningum sem leggja áherslu á tengsl sem skapandi afl. Þessi áhersla sýnir fram á að skilgreining jaðarsvæða er háð margbreytilegum tengslum í tíma og rúmi og að miðjan er aldrei gefin fyrirfram. Ekki er nóg að hugsa aðeins um kílómetra eða malbik heldur verður að huga að því hvernig sérhver staður er afurð sögulegs, félagslegs og menningarlegs staðsetningarferlis. Strandir á norðanverðum Vestfjörðum eru yfirleitt skilgreindar sem jaðarsvæði. Eitt af því sem undirstrikar jaðarstöðu
  Stranda í dag í hugum fólks eru slæmir vegir. Um leið eiga þeir þátt í að skapa seiðmagnað andrúmsloft svæðisins sem laðar ferðafólk hvaðanæva að. Ferðamennska er afl sem kemur hreyfingu á Strandir og hefur áhrif á afstöðu miðju
  og jaðars bæði innan svæðisins og í landfræðilegu samhengi. Í þessum fyrirlestri munum við greina hvernig ferðamennska hefur áhrif á stöðu Stranda í samhengi miðju og jaðars með samfléttun samgangna og samskipta í sögulegu samhengi.
  Strandir sem áfangastaður verður því til á þannig þátt í að gera Strandir að ákveðinni miðju eða áfangastað sem ávallt er háð skilgreiningu Stranda sem jaðarsvæði.

Citation: 
 • Þjóðarspegillinn XIV: Rannsóknir í félagsvísindum - Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
 • 978 9935 424 17 4
Accepted: 
 • Oct 24, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16778


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
KatrinAnnaLund_VID_pdf.pdf384.1 kBOpenHeildartextiPDFView/Open