is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16779

Titill: 
 • Heimsmynd frétta sjónvarps: Samanburður á erlendum fréttum Ríkisútvarps - Sjónvarps og Stöðvar 2
Útgáfa: 
 • Október 2013
Útdráttur: 
 • Fjölmiðar hafa mikil áhrif á þá mynd sem við höfum af veröldinni og skilning okkar á atburðum sem við höfum litla eða enga persónulega reynslu af. Það á
  ekki síst við atburði í fjarlægum löndum. Í erindinu er gerð grein fyrir niðurstöðum megindlegrar innihaldsgreiningar á erlendum fréttum í aðalfréttatímum Sjónvarpsins og Stöðvar 2 á fimm vikna tímabili á árunum 2011–2013 með
  hliðsjón af umfjöllunarefni og landfræðilegum uppruna. Reifaðar eru kenningar og rannsóknir á fréttamati/fréttavali og niðurstöður okkar ræddar í ljósi ýmissa rannsókna sem gerðar hafa verið á uppruna erlendra frétta sjónvarpsstöðva í
  öðrum löndum. Þá er sjónum beint að þýðingu og framtíð erlendra frétta á tímum hnattvæðingar og fjölbreyttari miðlunarleiða en um leið síharðnandi samkeppni fjölmiðla.

Birtist í: 
 • Þjóðarspegillinn XIV: Rannsóknir í félagsvísindum - Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
 • 978 9935 424 17 4
Samþykkt: 
 • 24.10.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16779


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RagnarKarlsson_Felman.pdf538.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna