is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1678

Titill: 
  • Verðmæti sem ekki verða metin til fjár: Grenndarfræðimiðuð grunnskólakennsla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Saga okkar Íslendinga er menningararfur sem við höfum varðveitt í gegnum gengnar kynsóðir og við ættum að nýta hvert tækifæri til að miðla honum áfram. Ein leið til þess er að stuðla að grenndarfræðimiðaðri grunnskólakennslu. Hver heimabyggð bíður upp á ótal möguleika fyrir grunnskólakennara til að auka skilning nemenda á náttúrufræðilegum, landfræðilegum og menningarlegum auðlindum hennar. Grenndarfræðin gera einstaklingnum kleift að þekkja og skilja sjálfan sig og sitt samferðafólk. Einstaklingur sem býr yfir góðri grenndarvitund, söguvitund og umhverfisvitund hefur öðlast verðmæti sem ekki verða metin til fjár. Ýmsar kennsluaðferðir og hugmyndafræði fræðimanna samrýmast vel grenndarkennslu og tengja má slíka kennslu inn í allar námsgreinar sem kenndar eru í grunnskólum landsins.
    Hinn forni verslunarstaður Gásir við Eyjafjörð á sér langa og merkilega sögu. Hann hefur að geyma fornminjar og upplýsingar um löngu liðna tíma. Staðurinn gefur skólasamfélaginu tækifæri til að bjóða nemendum fræðslu sem er þeim merkingarbær og áþreifanleg. Með því að hafa sögustaðinn Gásir sem útgangspunkt í verkefnavinnu nemenda er þeim gefinn möguleiki á að öðlast víðtæka þekkingu á sínu nánast umhverfi. Sjálfsvitund nemenda styrkist þar sem þeir fá tækifæri til að sækja þekkingu til náttúru, sögu og menningar.

Samþykkt: 
  • 15.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1678


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verðmæti sem ekki-bókasafn.pdf19,62 MBOpinn"Verðmæti sem ekki verða metin til fjár: Grenndarfræðimiðuð grunnskólakennsla"-heildPDFSkoða/Opna