Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16796
Í kjölfar efnahagshrunsins 2007 hafa barnaverndarstarfsmenn orðið varir við
talsverðar breytingar í starfi sínu. Þrátt fyrir spá um aukinn fjölda mála hefur
tilkynningum til barnaverndarnefnda heldur fækkað en að mati félagsráðgjafa í
barnavernd er vandi barnanna og fjölskyldna þeirra nú meiri og flóknari. Þessi
breyting hefur leitt til þess að vinnsla málanna tekur lengri tíma og þörf er á
öðrum og fjölbreyttari stuðningsúrræðum en áður. Ríki og sveitarfélög hafa
aðeins að takmörkuðu leyti brugðist við þessari þörf.
Í þessu erindi verður gerð grein fyrir niðurstöðum kannana sem gerðar hafa
verið um fjölda mála hjá barnaverndarnefndum, starfsaðstæðum þeirra og
greiningu gagna þar sem barnaverndarstarfsmenn fjölluðu um stöðu mála-
flokksins
Niðurstöður sýna meðal annars að félagsráðgjafar og aðrir starfsmenn barna-
verndarnefnda telja sig ekki geta veitt viðunandi þjónustu og að fjölga þurfi
starfsmönnum verulega. Þá eru vísbendingar um að hluti þeirra þjáist af alvar-
legum einkennum kulnunar. Þær breytingar sem orðið hafa á starfinu kalla jafn-
framt á aukna endur- og símenntun auk sérhæfingar innan barnaverndar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AnniGHaugen_FELRAD.pdf | 421.44 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |