Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16799
Könnunin varðar viðhorf almennings til upplýsingagjafar stjórnvalda. Spurn-
ingalisti var sendur á 1.898 manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá í mars 2012.
Svarhlutfall var 66,9%. Könnunin grundvallaðist fræðilega á rannsóknum um traust til stjórnvalda og áhrif upplýsingalaga á upplýsingagjöf. Markmið könnunarinnar var að skoða viðhorf almennings til upplýsingagjafar og gegnsæis um
tiltekna málaflokka, þ.e. almannahagsmuni og opinber útgjöld, og hvers vegna
svarendur teldu að stjórnvöld leyndu slíkum upplýsingum. Svörin reyndust fjöl-
mörg og viðamikil en spurningarnar voru: (1) Hverjar telur þú vera megin-
ástæður þess að opinberir aðilar leyni upplýsingum sem eiga erindi við almenn-
ing og varða almannahagsmuni (umhverfis-, velferðar-, heilbrigðis- og
menntamál)? (2) Hverjar telur þú vera meginástæður þess að opinberir aðilar
leyni upplýsingum sem eiga erindi við almenning (skattborgara) og varða opin-
ber útgjöld, þ.e. úthlutun á almannafé (styrki og fjárveitingar, verksamninga til
opinberra verkefna o.þ.h.)? Niðurstöðurnar voru margbrotnar og fjölbreyttar.
Meðal annars má nefna að svarendur töldu að opinberir aðilar leyndu upplýsing-
um vegna einkahagsmuna, pólitískra sérhagsmuna, spillingar, slælegra vinnu-
bragða, dómgreindarleysis, fákunnáttu, forsjárhyggju, leyndarhyggju, hroka, van-
trausts, siðblindu, valdafíknar og virðingarleysis.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
JohannaGunnlaugsdottir_Felman.pdf | 497,6 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |