en English is Íslenska

Article

University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/16801

Title: 
 • Title is in Icelandic Vettvangsferð
Published: 
 • October 2013
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Eitt af því sem hefur einkennt mannfræðina sem fræðigrein er hin etnógrafíska rannsóknaraðferð hennar með langtíma vettvangsdvöl, oft á fjarlægum slóðum, í anda Bronislaw Malinowski sem gerði garðinn frægan á Tróbríandeyjum í árdaga
  greinarinnar. Síðan hafa rannsóknaraðferðir mannfræðinga þróast í ýmsar áttir, auk þess sem aðrar félagsvísindagreinar hafa notfært sér aðferðir mannfræðinnar í auknum mæli. Í grein minni er markmiðið að fjalla um vettvangsferð meðal múslíma á höfuðborgarsvæðinu og hvernig staða mín sem rannsakandi og persóna þróaðist og breyttist á ferðalaginu. Hinn sígilda ímynd mannfræðilegra rannsókna sem einmana dvöl á einangruðum og fjarlægum stað í „þorpinu“ hjá einsleitum menningarlegum hópi hefur breyst mikið. Mannfræðingar stunda í auknum mæli rannsóknir á eigin samfélagi, og í eigin samfélagi (í þorpinu, ekki á þorpinu). Rannsóknin sem ég hef stundað síðustu misseri hefur átt sér stað í tveimur litlum „þorpum“ sem er hið margbreytilega samfélag múslíma á Íslandi, þar sem „þorpsbúar“ búa við mikinn menningarlegan og etnískan fjölbreytileika,
  andstætt hinu „sígilda þorpi“ mannfræðinga. Þó svo meðlimir „þorpsins“ séu dreifðir um borg og bý, eiga þeir samverustað í hinum tveimur „moskum“ í
  Reykjavík, sem líta má á sem tvö þorp þar sem margbreytilegar samsemdarlegar umbreytingar gerast og þar sem ferðalag mitt átti sér stað.

Citation: 
 • Þjóðarspegillinn XIV: Rannsóknir í félagsvísindum - Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
 • 978 9935 424 17 4
Accepted: 
 • Oct 25, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16801


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
KistjanSigurdsson_Felman.pdf395.62 kBOpenHeildartextiPDFView/Open