is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16803

Titill: 
 • Ímynd stjórnmálaflokka: Tengsl ímyndar og árangurs
Útgáfa: 
 • Október 2013
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni greinarinnar er mat á staðfærslu stjórnmálaflokka og hvernig
  ímynd og staðfærsla tengjast faglegu markaðsstarfi, samkeppnishæfni og árangri.
  Fjallað er um niðurstöður rannsóknar þar sem lagt er mat á staðfærslu stjórn-
  málaflokka. Þekkt sjónarmið úr vörumerkjastjórnun er að til að ná árangri þurfi
  vörumerki að hafa sterka, jákvæða og einstaka stöðu í huga eða minni mark-
  hópsins. Skoðað er hvort þetta sjónarmið eigi við þegar um stjórnmálaflokka er
  að ræða og hvort niðurstöður gæfu þá vísbendingu um niðurstöður kosninganna
  en könnunin fór fram í febrúar 2013. Rannsóknarspurningarnar eru tvær: Hver
  er ímyndarleg staða stjórnmálaflokka í febrúar 2013? Gefa niðurstöður
  einhverjar vísbendingar um úrslit kosninganna þá um vorið?
  Könnunin var framkvæmd í febrúar 2013 og svöruðu 417 henni. Niðurstöður
  sýna að sex flokkar virðast ná manni á þing, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar-
  flokkur, Samfylkingin, Vinstri grænir, Björt framtíð og Píratar. Sjálfstæðis-
  flokkurinn er sá flokkur sem tengir sig sterkt við atvinnulíf og efnahagsmál en
  síður við traust, jafnrétti, velferðarmál og umhverfismál. Vinstri grænir tengja sig
  sterkt við umhverfismál og velferðarmál en síður við atvinnulíf og efnahagsmál.
  Píratar þykja nútímalegur flokkur sem og Björt framtíð. Samfylkingin og
  Framsóknarflokkurinn hafa óljósa stöðu. Samfylkingin hallast þó í sömu átt og
  Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn í sömu átt og Sjálfstæðisflokkurinn.

Birtist í: 
 • Þjóðarspegillinn XIV: Rannsóknir í félagsvísindum - Viðskiptafræðideild
ISBN: 
 • 978 9935 424 17 4
Samþykkt: 
 • 25.10.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16803


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sandra_Maria_Saevarsdottir_Thorhallur_VID.pdf465.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna