Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16804
Hér er spurt um áhrif efnahagskreppu á lífskjör og líðan barnafjölskyldna á
Íslandi í kjölfar kreppu. Lífskjör barnafjölskyldna eru skoðuð út frá ólíkum
heimilisgerðum og tekjum, lífskjör þeirra borin saman við lífskjör barnlausra auk
þess sem tengsl lífskjara og lífsgæða barnafjölskyldna eru skoðuð.
Fyrri rannsóknir á afleiðingum efnahagskreppna sýna að fjárhagserfiðleikar og
óvissa sem oft fylgir í kjölfar þeirra geta haft neikvæð áhrif á foreldrahæfni og
staða þekkingar varðandi áhrif efnahagserfiðleika á fjölskyldulíf verður reifuð í
stuttu máli.
Hér er lögð til grundvallar rannsókn sem Ragnheiður Guðrúnardóttir vann
vegna MA ritgerðar sl. haust þar sem unnið var með fyrirliggjandi gögn frá Hag-
stofu Íslands, Capacent Gallup og Embætti landlæknis um lífskjör fjölskyldna.
Ný gögn Hagstofu Íslands og Eurostat verða einnig notuð m.a. til að bera stöðu
íslenskra barnafjölskyldna saman við stöðu barnafjölskyldna í völdum Evrópu-
löndum.
Hérlendis hafa stjórnvöld brugðist við neikvæðum afleiðingum efnahags-
kreppunnar með ýmsum aðgerðum sérstaklega með það að markmiði að vernda
viðkvæma hópa, s.s. barnafjölskyldur. Þó sýna niðurstöður að lífskjör foreldra
hafa verið lakari en annarra hópa í kjölfar efnahagshrunsins 2008.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
GudnyEydalRagnheidurGudrunardottir_Felrad.pdf | 632.18 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |