Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16810
Árið 1990 markaði ákveðin tímamót á íslenskum vinnumarkaði og í íslensku efnahagslífi þegar hinir svokölluðu Þjóðarsáttarsamningar voru gerðir. Verkfallstíðni á Íslandi á almennum vinnumarkaði var mjög mikil fyrir 1990 en hefur lækkað mikið síðustu 20 ár. Það er óhætt að segja að með þessum Þjóðarsáttarsamningum hafi hafist nýtt skeið í samskiptum á milli aðila vinnumarkaðarins sem byggðist á trausti og gagnkvæmum skilningi á kröfum hvors annars. Í kjölfarið jókst samráð aðila vinnumarkaðarins og þeir urðu samhuga um að bindast höndum um að tryggja hagsmuni launþega, vinnuveitenda og þjóðarbússins. Eftir efnahagshrunið hefur verið mikill þrýstingur á aðila vinnumarkaðarins að gera kjarasamninga til styttri tíma m.a. vegna mikillar óvissu og óstöðugleika í efnahagsmálum. Samtök atvinnulífsins hafa nú lagt á það áherslu að kjarasamningar verði gerðir til fimm ára með hóflegum kauphækkunum og tryggingu kaupmáttar.
Þessi rannsókn dregur fram hvaða áhrif Þjóðarsáttarsamningarnir höfðu á íslenskan vinnumarkað og íslenskt samfélag. Fjallað er almennt um hagþróun á Íslandi síðustu áratugi og varpað ljósi á hvaða þjóðfélags- og efnahagsleg áhrif Þjóðarsáttinn hafði, bæði til lengri og skemmri tíma m.t.t. atvinnuleysis, folksflutninga, kaupmáttar og verðbólgu. Meginmarkmiðið er að draga fram hvort sá ávinningur sem Þjóðarsáttinn hafði í för með sér styðji ekki við þær hugmyndir sem uppi eru um nýja Þjóðarsátt. En aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt á það áherslu að næstu kjarasamningar taki mið af kjarasamningum nágrannalandanna þar sem tekist hefur að auka kaupmátt samhliða lágri verðbólgu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SveinnAgnarsGylfiDalmann_VID.pdf | 688.88 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |