is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16811

Titill: 
  • Snjallir ferðaþjónar? : eru ferðaþjónustuaðilar í Skagafirði að miðla upplýsingum til ferðamanna sem nota snjallsíma á ferðalögum sínum um Skagafjörð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tækninýjungar hafa haft mikil áhrif á ferðamennsku. Almenn notkun internetsins og útbreiðsla snjallsíma hafa gjörbreytt aðgengi ferðamannsins að upplýsingum og þetta hefur áhrif á upplifun og væntingar ferðamannsins, og gerir um leið nýjar kröfur til aðila í ferðaþjónustu.
    Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort ferðaþjónustuaðilar í Skagafirði séu í takt við nýja tíma hvað varðar upplýsingamiðlun til ferðamanna. Til að kanna þetta var eftirfarandi rannsóknarspurning sett fram: Eru ferðaþjónustuaðilar í Skagafirði að miðla upplýsingum til ferðamanna sem nota snjallsíma á ferðalögum sínum um Skagafjörð?
    Til þess að kanna þetta var innihaldsgreiningu beitt. Innihaldsgreining er kerfisbundin athugun á skriflegum, hljóðrænum eða myndrænum gögnum til þess að greina mynstur svo hægt sé að nota tölfræðilegan kvarða til að álykta um efni rannsóknarinnar.
    Í þessari rannsókn var ein heimasíða (www.visitskagafjordur.is) greind og ályktað út frá henni.
    Rannsóknin leiddi í ljós að skagfirskir ferðaþjónar eru ekki að nýta sér tæknina til þess að koma til móts við ferðamenn sem nota snjallsíma á ferðalögum sínum um Skagafjörð þar sem nánast ekkert efni er ætlað snjallsímum eða nýtir sér þá möguleika sem internetið hefur uppá að bjóða.

  • Útdráttur er á ensku

    Development in technology has greatly affected tourism. General use of the internet paired with the increased usage of smartphones have completely changed the accessibility of information for tourists, it affects both the expectations and the experience the tourist has and also increases the demands on the individuals in tourism services. The goal of this research is to find out if tourism services in Skagafjörður are up to speed with this new development in information accessibility to tourists. The question the research seeks to answer is this: Are the tourism services in Skagafjörður mediating information to tourists who use their smartphones while traveling in Skagafjörður. Content analysis was used to answer this question. Content analysis is a systematic
    observation of data, whether written, acoustic or pictorial, with the purpose of creating statistical scales to make deductions about the topic at hand. In the research, one website was used (www.visitskagafjordur.is), its content was analysed and deductions were made from the results of the analysis.
    The research showed that tourism companies in Skagafjörður are not quite meeting the needs of tourists that use their smartphones while traveling in Skagafjörður. Hardly any of the information available is particularly smartphone-friendly and the companies rarely put the internet’s potentials in information accessibility to full use.

Samþykkt: 
  • 28.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16811


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð í Ferðamálafræðum - Háskólinn á Hólum- haust 2013-Arndís Berndsen.pdf1,16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna