is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16818

Titill: 
  • Börn sem búa við heimilisofbeldi : verndandi þættir í umhverfi barna sem byggja upp seiglu við erfiðar aðstæður
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Börn sem upplifa og verða vitni að andlegu- líkamlegu og eða kynferðislegu ofbeldi á heimilum þurfa gjarnan að glíma við ýmsar líkamlegar, sálrænar, tilfinningalegar eða félagslegar afleiðingar. Sem dæmi má nefna, brotna sjálfsmynd, erfiðleika við myndun félagstengsla, áfengis og eða vímuefna-vanda, ýmiskonar áhættuhegðun auk þess sem þau geta glímt við sjálfsvígshugleiðingar. Sum börn sem lifa við þessa áhættuþætti hafa þó komist vel frá þeim og ýmsir fræðimenn velt fyrir sér hvaða úrræði þau nýta sér til að geta lifað eðlilegu og heilbrigðu lífi þrátt fyrir harðneskjulega reynslu í bernsku. Til að öðlast skilning á því hvaða þættir hafa verndandi áhrif og skapa seiglu hjá börnum sem hafa upplifað ofbeldi voru skrif nokkurra fræðimanna á sviðinu skoðuð með það markmið í huga að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: „Hvað veldur því að sum börn sem búa við heimilisofbeldi hafa seiglu til að komast í gegnum þá reynslu sem brýtur önnur börn niður“? Til að skerpa svörin við aðal rannsóknar-spurningunni er bætt við eftirfarandi undirspurningum: Hvernig birtist heimilisofbeldi? Hverjir eru helstu verndandi þættir í umhverfi barna sem lifa við ofbeldi? Hvaða úrræði getur samfélagið byggt upp til að draga úr áhættuþáttum barna sem lifa við heimilisofbeldi? Hvaða atriði þurfa að vera til staðar til þess að barn sem býr við heimilisofbeldi geti þróað með sér seiglu? Niðurstöðurnar benda til að þau börn sem búa við heimilisofbeldi verði að hafa aðgang að fullorðinni manneskju sem þau treysta og er þeim fyrirmynd, slíka manneskju finna þau oft utan veggja heimilisins, þá gjarnan kennara eða ættingja. Með því móti geta þau þróað mér sér seiglu sem yfirstígur áhættuþættina sem geta m.a. ýtt undir þróun andfélagslegrar hegðunar, geðrænna vandamála og vansældar. Börn sem komast í gegnum erfiðleika án langvarandi skaða, búa yfir seiglu, hægt er að læra að tileinka sér ákveðnar aðferðir sem ýta undir uppbyggingu á seiglu með tímanum.

  • Útdráttur er á ensku

    Children who experience and witness psychological, physical and or sexual abuse at home often deal with a variety of negative psychological, cognitive, physical and behavioural consequences. For example: low self-esteem, poor peer relationships, substance abuse, risk behaviours and suicidal thoughts. However, not all maltreated children suffer the afore-mentioned negative consequences. Studies have documented what resources children rely on for them to be able to go on living normal lives despite their maltreatment. To fully understand what resources act as protective factors and imbue children with resiliency to negative consequences, the following research thesis will be explored: “Why do some children manage to develop the resiliency needed to overcome domestic violence while others do not?” In addition, the following sub questions will be analysed: How does the domestic violence manifest? What are the main protective factors in abused children’s environment? What can society do to minimise the risk factors for victims of child abuse? What protective factors need to be available so that an abused child can develop resiliency? The findings suggest that children that are victims of domestic violence need a relationship with an adult that they can both trust and view as a role model. This is often a person from outside the home, such as a teacher or a relative. These relationships help the children develop the resiliency needed to overcome risk factors that otherwise might lead to negative consequences, e.g. antisocial behaviours and psychological problems. Moreover, certain methods can be used to streng¬then and support resiliency in children over time.

Samþykkt: 
  • 30.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börn sem búa við heimilisofbeldi- Linda Huldarsdóttir.pdf722.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna