en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1682

Title: 
  • Title is in Icelandic Að opna blómhulstur að morgni dags : mikilvægi lífsleikninnar með leikskólabörnum
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Á undanförnum árum hafa nýjar kenningar verið að ryðja sér til rúms um mikilvægi tilfinningagreindar og sjálfsþekkingar einstaklinga. Menntarannsóknir hafa sýnt fram á jákvæða fylgni við námsárangur, þar sem börn eru sterk á þessu sviði. Lífsleikni kom inn sem nýtt námssvið á öllum skólastigum samkvæmt aðalnámskrám sem gefnar voru út af menntamálaráðuneytinu árið 1999. Segja má að þetta sé ákall 21. aldar. Því börnin okkar þurfa leiðsögn og vera viðbúin öllu því sem lífið kann að bjóða upp á. Það verður litið til baka og skoðað hvað menntafrömuðir í gegnum tíðina hafa lagt til málanna varðandi lífsleiknina. Þróunarverkefnið lífsleikni í leikskóla sýndi fram á að skipuleg siðferðisumræða með leikskólabörnum hefur víðtæk áhrif ekki einungis á börnin heldur líka fjölskyldur og heimilislíf barnanna, hugsun kennara breyttist líka í kjölfarið. Ég tók viðtöl við tvo leikskólakennara á tveimur mismunandi leikskólum og spurði hvað er að gerast varðandi lífsleiknina hjá ykkur? Niðurstöður leiddu í ljós mismunandi nálganir en báðar mjög áhugaverðar annars vegar dygðir og hins vegar barnaheimspeki. Aðferðin í lífsleikninni er ekki aðalmálið heldur að finna að markmiðinu er mögulegt að ná. Það er að efla siðferðisvitund barna þannig að þau geti notið þeirra lífsgæða sem lífið hefur upp á að bjóða og verða fyrir vikið ,,bæði góð og fróð”.

Description: 
  • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað
Accepted: 
  • Jul 15, 2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1682


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Að opna blómhulstur að morgni dags.pdf305.57 kBLockedMikilvægi lífsleikninnar með leikskólabörnumPDF