is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16824

Titill: 
  • Félagsleg einangrun og einmanaleiki meðal aldraðra sem búa heima
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi eins og annars staðar hefur þróunin verið sú að hlutfall aldraðra er sífellt að aukast í samfélaginu. Stefna íslenskra stjórnvalda í málefnum aldraðra er m.a. að eldri borgarar búi sem lengst í heimahúsum. Þegar litið er til þessara áherslna sést að fleiri aldraðir munu búa einir og hættan á félagslegri einangrun og einmanaleika eykst sem því nemur. Félagsleg einangrun og einmanaleiki tengjast ýmsum heilsufarsvandamálum og hafa slæm áhrif á velferð og lífsgæði aldraðra. Nauðsynlegt er að heimahjúkrunarfræðingar séu upplýstir um þessi áhrif félagslegrar einangrunar og einmanaleika á aldraða skjólstæðinga. Jafnframt er mikilvægt að þeir séu meðvitaðir um einkenni og áhættuþætti einmanaleika og þekki viðeigandi meðferðarúrræði. Hópastarfsíhlutanir sem byggja á gagnreyndri þekkingu og fela í sér virka þáttöku hafa reynst árangursríkastar í að vinna gegn einmanaleika aldraðra. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að skoða áhrif félagslegrar einangrunar og einmanaleika á heilsu aldraðra og fjalla um leiðir sem reynst hafa árangursríkar í starfi hjúkrunarfræðinga til að koma í veg fyrir og draga úr þessum þáttum. Því var leitast við í þessu verkefni að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: ,,Hvaða áhrif hafa félagsleg einangrun og einmanaleiki á andlega og líkamlega heilsu aldraðra?" og ,,Hvað geta hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun gert til að minnka einmanaleika meðal aldraðra skjólstæðinga?“
    Lykilorð: félagsleg einangrun, einmanaleiki, aldraðir, hjúkrun, heimahjúkrun

Samþykkt: 
  • 31.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16824


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-ÍBS (NÝJA) (1).pdf307.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna