is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16826

Titill: 
 • Skapandi efnafræði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni rannsóknarinnar var kennsla í efnafræði þar sem vikið var frá hefðbundinni kennslu og þessi í stað gerð tilraun til að kenna eftir hugmyndafræði 7E aðferðar og nýta námsefni sem byggir á þeirri hugmyndafræði. Í kennslu var sjónum beint að þremur þáttum þ.e. vinnu með forhugmyndir, leiðsagnarmat og notkun sköpunar í kennslu. Hvernig gengur kennara í efnafræði að vinna með þessa þætti í kennslu? Þetta er starfendarannsókn þar sem kennari í efnafræði í framhaldskóla rannsakar sitt starf. Gagna var aflað með viðhorfskönnun, rýniviðtölum við nokkra nemendur úr bekknum, myndum og myndböndum sem teknar voru af starfinu í bekknum, verkefnum nemenda, dagbókarfærslum kennara og heimsóknum rannsóknarvinar í kennslustundir. Í upphafi rannsóknar þýddi rannsakandi hluta af erlendu námsefni og kenndi í samræmi við það í byrjunaráfanga í efnafræði. Kennsla var skipulögð út frá svokallaðri 7E hugmyndafræði. Helstu niðurstöðurnar eru að þær aðferðir sem þróaðar voru á önninni til að kanna forhugmyndir nemenda og vinna með þær tókust vel. Þegar kennara tókst að fylgja vel notkun hugmyndafræðinnar í kennslu dýpkaði skilningur nemenda á námsefninu. Þær aðferðir sem notaðar voru við leiðsagnarmat á önninni nýttust vel í kennslunni og kunnu nemendur að meta að vita fyrirfram hvaða kröfur voru gerðar til þeirra. Flestum nemendum fannst það skemmtilegt og gagnlegt að vinna á skapandi hátt með efnafræði. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að kennsla með 7E hugmyndafræðinni hjálpi nemendum við ná að tökum á viðfangsefnum námsins.

 • Útdráttur er á ensku

  The content of this study is an instruction in chemistry wherein unusual
  teaching methods were used. In the instruction the teacher used
  instruction material based on the 7E learning cycle. This study is based on
  three parts: A work in the classroom with preconceptions, a formative
  assessment and creativity. How does a teacher in chemistry implement
  these three elements in his teaching? This is an action research conducted
  in chemistry class in secondary school. The results were based on review
  interviews, photos and videos taken in the classroom, students´ projects,
  teacher´s diary and visits from a critical friend in the classroom. In the
  beginning of the study the researcher translated a chapter from foreign
  teaching material and used it in first year class in chemistry. The ideology of
  7E learning cycle was used to teach the teaching material. The results
  showed that methods which were used to explore students´
  preconceptions worked well. When methods were used right the students
  showed deeper understanding of the content than before. The formative
  assessment methods used in this study helped students and the students
  appreciated knowing what objectives they needed to meet beforehand.
  Most of the students thought it was fun and useful make a product,
  connected to their studies, in a creative way. The result of this study is that
  this teaching method, 7E learning cycle, seemed to help student to do
  better in their study.

Samþykkt: 
 • 1.11.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16826


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðmundur Grétar Karlsson.pdf886.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna