is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16827

Titill: 
 • Námskrárgerð : hvað er æskilegt að kenna nemendum á starfsbraut í framhaldsskóla?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um hvernig hægt er að koma til móts við námslegar þarfir nemenda með þroskahömlun á sérnámsbraut Borgarholtsskóla til að auka þekkingu þeirra, leikni og hæfni. Verkefnið snýst um að endurmeta og skoða hvaða námsáherslur eiga að liggja til grundvallar í nýrri námskrá sérnámsbrautar og gera tillögu að nýrri námskrá sem uppfyllir skilyrði nýrra laga og reglugerða.
  Ritgerðin byggir á niðurstöðum starfendarannsóknar sem unnin var á tímabilinu 2012 -2013 og var markmið hennar tvíþætt. Annars vegar að skoða hvernig námskrá á sérnámsbraut er sett fram og hinsvegar að finna út þær námsáherslur sem þurfa að vera í námskránni. Til að finna æskilegar námsáherslur voru tekin viðtöl við kennara á sérnámsbraut Borgarholtsskóla og nemendur og foreldrar þeirra svöruðu spurningalistum.
  Efnislega tekur ritgerðin á lagalegum og fræðilegum forsendum sem liggja að baki námskrárgerð, hugmyndafræðinni skóli án aðgreiningar, skyggnst er inn í heim fötlunarfræðinnar og nám nemenda með þroskahömlun. Í lok ritgerðar er gerð tillaga að áherslum sem unnt er að nýta við endurgerð námsbrautarlýsingar fyrir sérnámsbraut Borgarholtsskóla. Þó rannsóknin sé bundin við ákveðinn skóla er ritgerðin opin og gætu niðurstöður hennar jafnvel gagnast öðrum skólum sem bjóða upp á starfsbraut fyrir nemendur með þroskahömlun.
  Niðurstöður athugana meðal kennara, nemenda og foreldra á því hvaða námsáherslur ættu að vera í námskrá voru samhljóma og töldu allir að lífsleiknikennsla væri mikilvægasta námsgreinin. Í kjölfarið fylgdu starfsnám og íslenska en aðrar námsgreinar fengu minna vægi. Þátttakendur voru almennt mjög jákvæðir gagnvart þeim námsgreinum sem þegar eru kenndar á sérnámsbraut og töldu þær flestar mikilvægar.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is about how to meet the learning needs of students with
  disabilities in a special education programme in Borgarholtsskóli to enhance
  their knowledge, proficiency and competence. The assignment is about
  reevaluating and examining what emphasis in learning a new curriculum for
  special education programme should be put on and write an outline of a
  new curriculum that complies with the constraints of new laws and
  regulations.
  The thesis is based on an action research from 2012 – 2013 with a
  twofold goal. Firstly to examine how a curriculum is presented and secondly
  to find the learning emphasis that needs to be incorporated. In order to
  choose learning emphasis teachers of the special education programme in
  Borgarholtsskóli were interviewed and students and their parents answered
  questionnaires.
  This thesis looks at the legal and theoretical requirements which a
  curriculum is based on, the ideology of inclusive school, and a brief
  overview of the world of disability studies and the curriculum of students
  with disabilities. In closing, advice is given as to what emphasis should be
  used when reconstructing description for special education programme in
  Borgarholtsskóli and could be useful for other schools. Even though the
  research is bound to a certain school, it is open and its results could benefit
  other schools that offer a special education programme.
  The result of the research from among teachers, students and parents
  regarding what emphasis in learning should be included in the curriculum,
  were in concord and everyone put life skills as the most important subject.
  Next to life skill came vocational learning and Icelandic but other subjects
  were of lesser importance. Participants were over all optimistic towards the
  subjects that already are taught in the special education programme and
  believed most of them to be important.

Samþykkt: 
 • 1.11.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16827


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Námskrárgerð. Hvað er æskilegt að kenna nemendum á starfsbraut í framhaldsskóla.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna