is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1683

Titill: 
 • Hvernig vinna PMT og SMT gegn agavandamálum barna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.- prófs við kennaradeild í Háskólanum á
  Akureyri vorið 2008. Ritgerðin er heimildaritgerð og fjallar um hvernig PMT og SMT
  taka á hegðunarvanda barna. Ritgerðin skiptist upp í sex kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um
  aga almennt, aga í skólum og hegðunarvanda barna. Í öðrum kaflanum er fjallað um
  umbun og refsingu og notkun umbunarkerfa. Þegar komið er að þriðja kafla fjöllum við
  ítarlega um PMT – foreldrafærni og enn ítarlegar í fjórða kafla þar sem tekin eru fyrir öll
  þau verkfæri sem PMT – foreldrafærni notast við. Í fimmta kaflanum segjum við frá
  SMT – skólafærni og hvernig innleiðing hennar í skóla fer fram. Sjötti kaflinn er svo
  umræðukafli þar sem við komum okkar skoðunum á framfæri og gagnrýnum aðferðirnar
  eftir bestu getu. PMT- foreldrafærni og SMT- skólafærni eru fremur nýjar aðferðir sem
  hafa verið innleiddar í Hafnarfirði frá því árið 2000 og hófst innleiðing á Akureyri árið
  2006. Þar sem innleiðing þessara aðferða er hafin í meirihluta leik- og grunnskólum
  Akureyrar fannst okkur áhugavert að kynna okkur þessi agastjórnunarkerfi til hins ítrasta.

Samþykkt: 
 • 15.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1683


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
innri forsíða.pdf7.84 kBOpinnforsíðaPDFSkoða/Opna
nnri forsíðan og undirsíður.pdf19.32 kBOpinnútdrátturPDFSkoða/Opna
Lokaritgerð _3_.pdf283.17 kBOpinnheildarskjalPDFSkoða/Opna