Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16832
Ritgerðin segir frá starfendarannsókn sem ég vann í samstarfi við fimm kennara á unglingastigi, frá september og fram í mars skólaárið 2012-2013. Tilgangur verkefnisins var að auka þátt samræðunnar í námi, m.a. í ljósi innleiðingar nýrrar aðalnámskrár grunnskóla frá 2011, þar sem áhersla er lögð á samræðu og samvinnu. Lagt var upp með eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvaða leiðir er hægt að fara til að þjálfa nemendur í að ræða saman um nám sitt á skipulegan og gagnrýninn hátt, svo þeir verði virkari og ábyrgari í námi sínu og sjái möguleikann í hinu talaða máli sem öfluga leið til náms? Gagna var aflað með dagbókarskrifum og vettvangsnótum frá vikulegum fundum kennarahópsins. Á fundunum var vinna liðinnar viku vegin og metin og framhaldið skipulagt með hliðsjón af því sem á undan hafði gengið.
Niðurstöðurnar sýna að til að nemendur nái að nýta sér samræður til að verða virkari og öflugri námsmenn, þurfa þeir að ná tökum á ákveðnum samræðuaðferðum og það krefst töluverðrar þjálfunar. Einnig þarf að huga að fjölmörgum öðrum þáttum sem t.d. snúa að viðteknu ríkjandi viðhorfi nemenda til náms. Mörgum þeirra finnst þeir ekki vera að læra þegar þeir eru að tala saman. Niðurstöðurnar snúa ekki síður að hlutverki okkar kennaranna en það er töluvert annað en í hefðbundinni kennslu. Við þurfum að tala minna og hlusta betur. Það reyndist sumum okkar á stundum býsna strembið. Við vorum að þróa með okkur ný vinnubrögð sem við höfðum ekki reynslu í að beita og leiddi það á stundum til ákveðinnar vanmáttarkenndar. Við þær aðstæður skipti gagnkvæmur stuðningur innan kennarahópsins miklu máli. Þegar einn sá tómt svartnættið sá annar ljósið.
Við höfum bara tekið fyrstu skrefin á langri vegferð. Ég lít á þessa starfendarannsókn sem upphafið á leið okkar til að auka þátt samræðunnar í skólastarfi með ábyrgum, gagnrýnum og sjálfstæðum nemendum.
This thesis deals with an action research that I carried out in cooperation
with five high-school teachers in Iceland, from September to March 2012-
2013. The purpose of the project was to increase the role of conversation in
learning thus attemting to following the spirit of a new primary school
curriculum from 2011, where the emphasis is on conversation and
cooperation. The following research question was put forward: What
methods can be used to train students to talk about their learning in an
organized and critical manner, so that they will be more active and
responsible in their studies and learn to see spoken language as an
important method for learning? Data was collected through journal writing
and through field notes from weekly meetings of the group of teachers.
During those meetings the work during the passing week was evaluated
and next steps organized with respect to previous experience.
The findings show that if students shall be able to use conversation to
become more active and better learners, they need to adopt certain
methods of conversation that demands considerable training. Furthermore,
the students´ views on learning needs to be considered. Many of them
think that they are not really learning when they are talking together. The
findings also address the role of teachers i this regard, which is quite
different from that typical of traditional teaching. In particular, we need to
talk less and listen more carefully to our students. This proved to be rather
difficult for some of us at times. As a matter of fact, we were learning new
ways of doing things and at times this led us to feel certain lack of self
confidence. In such circumstances, mutual support within the group of
teachers proved important. When some of us saw nothing but darkness
anothers saw the light.
We have just taken the first steps on a long journey. I view this action
research as a beginning of our path towards increasing the role of
conversation in the schoolwork with responsible, critical and independent
students.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fjóla Kristín Helgadóttir.pdf | 921,84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |