Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16838
Í skólanum á Bakkafirði, með 1. til 10. bekk í örsmáu sjávarþorpi á Norðausturlandi, hafa kennarar gengið lengra en flestir kennarar annarra grunnskóla í þá átt að leyfa nemendum að taka ábyrgð á eigin námi. Í íslensku og stærðfræði vinna elstu nemendur skólans eftir einstaklingsbundnum áætlunum sem þeir eiga sjálfir þátt í að móta. Í samfélagsgreinum og náttúrufræði fást þeir við fjölbreytt og sjálfstæð viðfangsefni, ýmist einir eða fleiri saman. Nemendur ráða viðfangsefnum sínum og efnistökum að mestu og stundum alveg. Áhugi nemenda hefur verið mikill og farið fram úr björtustu vonum. Sama máli gegnir um þátttöku þeirra í mótun verkefna. Í mörgum tilvikum ákveða nemendur að tengja viðfangsefnin miðlun og skapandi vinnu með lifandi flutningi, myndrænni tjáningu, leikþáttum, kvikmyndagerð og sýningum. Nemendur fá að sinna þessum verkefnum ellefu kennslustundir á viku eða um þriðjung skólatímans. Nemendur og kennarar skiptast á um að velja þemu eða viðfangsefni. Kennarar völdu fyrsta viðfangsefnið, Eldgos og jarðskjálftar, en nemendur réðu efnistökum og fengust við fjölbreytilegar athuganir á jarðfræði í fjórar vikur. Dæmi um önnur efni eru Sykursýki, Líf sjómanna, Manga-teiknimynda-sögur, Saga tölvunnar, Hæstu byggingar heims, Tískuhönnun, Kettir, Vampírur, Steinasöfnun, Íslenski hesturinn, Neanderdals-maðurinn, Kleópatra, Leonardo da Vinci og Bermuda-þríhyrningurinn, svo fáein verkefni séu nefnd. Til að marka lok þessarar vinnu komu foreldrar, systkini og aðrir úr heimabyggðinni til að taka þátt í opnu húsi þar sem nemendur greindu frá niðurstöðum, fluttu leikrit, sýndu mynd-irnar sínar og lögðu fram veggspjöld og sýningar. Í greininni er sagt frá aðdrag-anda þessara kennsluhátta og gefin dæmi um verkefni sem nemendur hafa valið að fást við.
The teachers in the small compulsory school (grades 1–10) in Bakkafjörður, a tiny fishing village in the North East of Iceland, have gone further than most other teachers in allowing their students to take responsibility over their own learning. In Icelandic and mathematics, the students adhere to individualized study plans which they participate in constructing. In social studies and sciences, the students work on diverse, independent projects, alone or in groups, and they can to a considerable degree, sometimes fully, decide which topics they investigate. In many cases, the students decide to link creative aspects to their projects through live performances, visual expression, drama, filmmaking and exhibitions. Their interest and engagement has gone far beyond expectations. The students are allowed to work on their projects spanning eleven lessons each week; about a third of their total school time. Students and teachers take turns in deciding the themes. The teachers selected the first topic, Earthquakes and Volcanos, but the students were allowed to decide how to approach it and spent four weeks on diverse geology studies. For the rest of the school year, teachers and students took turns in deciding the themes. Examples of topics, to name only a few, are Diabetes, The Life of a Fisherman, Manga Comics, The History of the Computer, The Highest Buildings in the World, Fashion Design, Cats, Vampires, Stone Collection, The Icelandic Horse, The Neanderthals, Cleopatra, Leonardo da Vinci, and The Bermuda Triangle. To mark the end of these projects, parents, siblings and members of the community were invited to an open house celebration were the students gave talks about their findings, staged their plays, showed their films and presented their posters and displays. The article tells the story behind the adoption of this creative approach, provides examples of the projects, and an overall evaluation of the outcomes.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Leikur að möguleikum.pdf | 1.19 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |