is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16839

Titill: 
  • Áhugi og nýting á námsefninu Vinir Zippýs í grunnskólum á Íslandi
Útgáfa: 
  • September 2013
Útdráttur: 
  • Vinir Zippýs er lífsleikninámsefni fyrir 5–7 ára börn sem miðar að því að efla bjargráð ungra barna og hæfni þeirra til að takast á við erfiðleika í lífinu. Námsefnið hefur verið kennt í leik- og grunnskólum hér á landi síðan árið 2007. Vorið 2012 stóð Embætti landlæknis fyrir nafnlausri netkönnun á meðal starfsfólks grunnskóla til að kanna núverandi stöðu og nýtingu á námsefninu hér á landi. Nánast allir svarendur höfðu heyrt um Vini Zippýs og meirihluti greindi frá því að kennarar við skóla þeirra hefðu sótt námskeið í kennslu námsefnisins. Flestir sem höfðu reynslu af kennslu efnisins greindu frá ánægju með það og töldu efnið hafa haft jákvæð áhrif á skólastarfið, meðal annars í þá veru að samskipti milli nemenda væru betri, að börnin ættu auðveldara með að tjá sig og þau sýndu meiri velvild og samkennd. Einnig komu fram frá kennurum ábendingar um hvernig hægt væri að bæta námsefnið. Þessar niðurstöður sýna að góð reynsla er komin á kennslu námsefnisins Vinir Zippýs í grunnskólum landsins og þeir sem hafa reynslu af kennslu þess greina frá mikilvægum ávinningi fyrir börn. Vert er að hvetja kennara í leikskólum og yngsta stigi grunnskóla til þess að kynna sér þetta námsefni og íhuga að bjóða það sem hluta af þeirri lífsleikni og geðrækt sem stendur ungum börnum til boða í skólakerfinu.

  • Útdráttur er á ensku

    Zippy’s Friends is a life skills curriculum for 5–7 year old children that aims to improve
    young children’s coping skills and their ability to handle life’s adversities.
    The programme has been taught in Icelandic kindergartens and primary schools
    since 2007. In the spring of 2012, an anonymous Internet survey was sent to
    primary school administrators to assess the current status and utilization of the
    programme in Iceland. Almost all respondents had heard of Zippy’s Friends, and
    the majority reported that teachers at their school had received training to teach
    it. Most of those who had experience in teaching Zippy’s Friends reported satisfaction
    with the programme and believed it had had positive effects on school
    life and activities. Among the positive effects reported by teachers were that the
    children were better able to express their feelings and that communications
    between children had improved, with children reportedly showing increased
    empathy and good-will. Respondents also made a few suggestions on how the
    programme could be improved. These results show that Zippy’s Friends is now
    well established within the Icelandic school system, and those who have taught
    the programme report valuable benefits for children. It is important to encourage
    teachers in kindergartens and the younger grades to familiarize themselves with
    the programme and consider offering it as part of the life skills and mental health
    education currently available to younger children in school.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 5.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhugi og nýting.pdf328.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna