is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1684

Titill: 
 • Íslenski þjóðbúningurinn sem kennslutæki : arfleifð okkar nú á tímum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri, vormisserið 2008. Viðfangefni þessarar ritgerðar er íslenski upphluturinn og hvernig hægt er að nota hann í textílmennt í grunnskólum. Í fyrsta kafla er inngangur. Í öðrum kafla er saga íslenska upphlutarins rakin í stórum og smáum dráttum. Í þriðja kafla tengi ég Aðalnámskrá grunnskóla við kennslu mína með íslenska upphlutinn sem kennslutæki. Í fjórða kafla tek ég fyrir kennsluaðferðir Ingvars Sigurgeirssonar í Litrófi Kennsluaðferðanna með tenginu í fjölgreindakenningu Howard Gardners, Hugsmíðahyggju Lev Vygotsky og að læra með því að framkvæma eftir John Dewey. Þar set ég fram kenningar þeirra og hvernig hægt sé að nota þær í textílmennt. Fimmti kafli er um námsmat sem tengist Aðalnámskrá grunnskóla, kennsluaðferðunum Ingvars Sigurgeirssonar og kenningum Gardners, Vygotsky og Dewey. Kaflinn fyrir lokaorð inniheldur kennsluverkefni en þau eru þrjú talsins eitt fyrir hvert stig grunnskóla. Sjöundi kaflinn er lokaorð og dreg ég saman það sem þessi ritgerð varpar ljósi á. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi:
  Hvaða kennsluaðferðir henta þessum verkefnum?
  Hvaða leið er hægt að fara til að vekja áhuga nemanda á íslenska upphlutnum?
  Hvernig má setja fram verkefni tengd íslenska upphlutnum fyrir alla aldurshópa?
  Helstu niðurstöður varðandi rannsóknarspurningarnar koma svo fram í köflum 3-6 og geri ég niðurlag í lokaorðum um þær. Það fylgir einn viðauki þessari B.ed. ritgerð og er það prjóna uppskrift að skotthúfu sem notuð er í einu af verkefnunum.

Samþykkt: 
 • 15.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1684


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íslenski þjóðbúningurinn sem kennslutæki - arfleifð okkar nú á tímum-.pdf869.09 kBOpinn"Íslenski þjóðbúningurinn sem kennslutæki"-heildPDFSkoða/Opna