is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16846

Titill: 
 • Ágrip hjá íslenskum kynbótahrossum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ástæða rannsóknarinnar: Þessi rannsókn á ágripum hjá kynbótahrossum á Íslandi er komin til vegna þess að framkvæmdaaðilum kynbótasýninga fannst að ágrip hjá kynbótahrossum væru vaxandi vandamál.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að safna gögnum umágrip há þeim hrossum sem taka þátt í kynbótasýningum á Íslandi. Mæla tíðni ágripa og greina hvaða þærrir í byggingarlagi og hreyfingarmynstri eða hvaða umhverfisáhrif hafa marktæk áhrif á hættuna fyrir ágripum. Mæla arfgegni ágripa og greina þannig að hve miklu leiti ágrip stafa af erfðum og af hve miklu leiti af umhverfisáhrifum.
  Aðferðir: Söfnun gagna um ágrip fór fram á völdum sýningum kynbótahrossa á vegum Bændasamtaka Íslands árið 2004 og á öllum skipulögðum sýningum kynbótahrossa árið 2005. Úrtak rannsóknarinnar voru öll þau hross sem komu fram í hæfileikadómi á þessum kynbótasýningum. Við úrvinnslu voru nýttar kynbótaeinkunnir, umsagnir og mælingar á hrossunum úr WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins. Unnin var samantekt á töfluformi auk þess sem notast var við tvíkosta aðhvarfsgreiningu, línulegt líka og fjölbreytugreiningu til að meta marktækni. Reiknaðir voru erfðastuðlar á grunni einstaklingslíkans með REML aðferðum.
  Niðurstöður: Tíðni ágripa hjá íslenskum kynbótahrossum er 13,7%. Þeir stakir þættir sem hafa marktæk áhrif á ágrip eru kyn, kynbótasýning, einkunn fyrir skeið, hvort skeið sé sýnt eða ekki, lengd framhófa, hæð á herðar og hlutfallið hæð/lengd. Einnig hafa tveir knapar marktækt hærri tíðini á ágripum en aðrir knapar. Samkvæmt niðurstöðum fjölbreytugreiningar þá hefur kyn, kynbótasýning, einkunn fyrir réttleika, einkum fyrir tölt, hvort skeið er sýnt eða ekki, hæð á herðar og hlutfallið hæð/lengd sjálfstæð áhrif á tíðni ágripa. Metið arfgengi (h2) ágripa er 0,05.
  Ályktanir: Tíðni ágripa hjá íslenskum kynbótahrossum er hærri en hjá öðrum hestakynjum og margir áhrifaþættir virðast hafa marktæk áhrif á ágrip. Líklegt er að vanmat sé á tíðni ágripa vegna almennrar notkunar hófhlífa og annarra varna gegn þeim. Mikilvægt er að halda skráningu á ágripum og rannsóknum á þessu sviði áfram til að fá betri skilning á orsökum ágripa svo að unnt reynist að draga verulega úr hinni háu tíðni þeirra á kynbótasýningum í dag.
  Mikilvægi: Þessi rannsókn leiðir til betri skilnings á orsökum ágripa og helstu áhrifaþáttum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þessum áhrifaþáttum svo unnt sé að draga verulega úr hinni háu tíðni. Fagráð í hrossarækt er sammála því að tíðni ágripa er of há og hefur ákveðið að skráningu á ágripum á kynbótasýningum verði haldið áfram.

Samþykkt: 
 • 12.11.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16846


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2006_BS_Fridrik_Mar_Sigurdsson.pdf2.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna