is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16850

Titill: 
  • Náttúruverndarsýn og nýting vatnsafls og jarðvarma : greining á hugsjónum og gildum sem áhrif hafa á skoðanir einstaklinga á Íslandi með tilliti til nýtingar eða verndunar náttúru : "hvaða áhrif hafa gildi á skoðanir til náttúru og nýtingar? hvaða áhrif hefur Rammaáætlun haft til að skapa sátt um virkjanakosti á Íslandi?"
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að svara þeirri spurningu hvað það er sem stýrir skoðunum einstaklinga á Íslandi með tilliti til verndunar eða nýtingar náttúru og hvort rammaáætlun um nýtingu vatnaafls og jarðvarma sem samþykkt var á Alþingi Íslands hafi haft einhver áhrif í þá átt að skapa sátt um virkjanakosti.
    Virkjanamál á Íslandi hafa löngum þótt umdeildur málaflokkur. Hart hefur verið tekist á um hvernig og hvar virkja skuli og í hvaða þætti atvinnulífsins skuli nýta þá orku sem skapast. Skoðanir eru skiptar um það málefni og má segja að einstaklingar skiptist í flokka þegar kemur að slíkum ákvörðunum. Það eru þó ávallt einhverjar hugsjónir eða gildi sem einstaklingar bera í brjósti sér óháð því hvaða skoðun þeir hafa á málaflokknum.
    Helstu niðurstöður höfundar eru þær að rammaáætlun virðist ekki hafa náð að skapa þá víðtæku sátt um virkjanamál líkt og henni var ætlað enda er hugsanlega ekki raunhæft að slíkt myndi gerast. Margir telja að ekki sé nógu langt gengið í verndun náttúrunnar meðan á hinn bóginn eru aðrir sem halda því fram að of hart sé gengið fram í að friða svæði sem eru vel til þess fallin að virkja og nýta. Ákveðin umhverfisvakning virðist þó hafa átt sér stað á Íslandi og eiga náttúruvernd og umhverfismál sífellt meir upp á pallborðið hjá Íslendingum. Umræðan er mun fyrirferðameiri og áhugi á að vernda hefur aukist. Rammaáætlun hefur átt sinn þátt í því að vekja fólk til umhugsunar um virkjanamál sem og ákveðin áherslubreyting á gildum og hugsjónum.

Samþykkt: 
  • 13.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16850


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð_lokaskjal_haukur (1).pdf455.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna