is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16857

Titill: 
  • Ágirnd vex með eyri hverjum : hvernær má rekja gjaldþrot til kennitöluflakks og hvert er samfélagslegt tjón gjaldþrota?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Félagaformið eins og við þekkjum það í dag á rætur sínar að rekja aftur til sautjándu og átjándu aldar þegar mikil umskipti áttu sér stað á búsetuformi manna í Evrópu og því samfélagi sem áður þekktist. Almenningur flykktist úr bæ í borg vegna breyttra atvinnumöguleika sem komu með stofnun ýmiskonar félaga. Til þessa tíma má rekja hlutafélagaformið þó það hafi þá verið að mörgu leyti ólíkt því sem þekkist í dag. Með tilkomu breyttra félagaforma hvort sem um félög með ótakmarkaða og takmarkaða ábyrgð er að ræða eru gjaldþrot fylgifiskur þess og eiga sér stað þegar að félög geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Í þessu verkefni verður rannsakað hvenær megi rekja gjaldþrot til kennitöluflakks en það má segja að sé hið „óeðlilega gjaldþrot“, þegar farið er á svig við lög og reglur í eiginhagsmunaskyni. Hið samfélagslega tjón sem hlýst bæði af völdum gjaldþrota og kennitöluflakks má sjá sem beint fjárhagslegt tjón fyrir samfélagið í heild sem og í skekkju á samkeppnismarkaði svo fátt eitt sé nefnt. Aðeins lítið brot af útistandandi skuldum þrotabúa fást greiddar sem veldur samfélaginu í heild verulegu tjóni í ljósi þess að einn af stærstu kröfuhöfum gjaldþrota félaga er ríkið eða opinberir sjóðir landsmanna. Vitað er um þennan vanda en lítið um hann fjallað, þó hefur Alþýðusamband Íslands sem í upphafi var að rannsaka svarta atvinnustarfsemi áttaði sig á vandanum og berst nú fyrir breyttri löggjöf til að bæta íslenska viðskiptahætti.

  • Útdráttur er á ensku

    The corporation form as known today has its roots back to the seventeenth and eighteenth century when a great transition took place at the residency and community in Europe. People moved from the country to cities because of changing job opportunities that came with the establishment of various corporations. The corporation form can be attributed to this period even though it was in many ways unlike what is known today. With change in types of businesses whether corporations with unlimited or limited liability, bankruptcy started to be a threat to corporations but that occurs when they cannot meet their obligations. In this thesis it is studied when „normal bankruptcy” can be attributed to so call I.D scam which means bankruptcy that occurs when corporations do not abide by the rules and regulations for their own personal interest. The social damage caused by both „normal bankruptcy” and I.D scam affects the society with direct financial loss and as a bias in the competitive market. Only a small fraction of outstanding claims is paid by bankrupt corporations which are causing damage to the society because the largest creditors of bankrupt corporations is the state or in other words the public founds of the population. This problem is known but nothing seems to be done about it. Confederations of Iceland were investigating the underground economy when they realized the problem of I.D scam and they are now fighting for changing legislation to improve the Icelandic business market.

Samþykkt: 
  • 13.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16857


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAVERKEFNI_TIL_BS_GRÁÐU_master_10.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna