is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1686

Titill: 
 • Ímynd Íslands í Danmörku
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um ímynd Íslands í augum íbúa Danmerkur. Markmið
  hennar er að finna út hvernig þeir sjá Ísland og hvað það er sem þeir vita
  um landið. Vita þeir hvað Ísland hefur upp á að bjóða og er almennur
  áhugi hjá þeim að ferðast til landsins. Athugað verður hvort sú mynd sem
  Danir sjá af Íslandi sé sú sama og ímyndin sem Íslendingar sjá og vilja að
  sé af landinu.
  Í fræðilegum kafla ritgerðarinnar er fjallað um Ísland sem áfangastað
  ferðamanna og almennt um ferðaþjónustu á Íslandi. Gert verður grein fyrir
  hugtakinu ímynd og farið verður í innri ímynd og ytri ímynd og hvað góð
  ímynd er mikilvæg fyrir áfangastaði.
  Álit Dana á Íslandi var kannað með spurningalista, farið var í fyrirtæki,
  skóla og á lestarstöð í bænum Sønderborg á suður Jótlandi í Danmörku.
  Þar voru einstaklingar valdir af handahófi til að svara tólf spurningunum
  og var úrtakið 133 manns. Einnig var hannaður annar spurningarlisti en
  hann var lagður fyrir Íslendinga á netinu til að kanna hvaða ímynd þeir
  höfðu á eigin landi. Spurningarnar voru tíu og var úrtakið 160 manns.
  Niðurstöður frá báðum spurningalistunum voru bornar saman með því að
  athuga hvort að svörin sem fengust frá Dönum voru í samræmi við svörin
  frá Íslendingum og ættu þær að gefa heildarmynd af viðhorfum Dana til
  Íslands.
  Niðurstöður úr þessari ritgerð geta nýst vel í ferðaþjónustunni á Íslandi.
  Ferðaþjónustufyrirtæki sem eru að markaðssetja sig í Skandinavíu geta séð
  hvort þeir séu á réttri leið með markaðssetninguna og hvort þau skilaboð
  sem þeir vilja, séu að komast til skila.
  Niðurstöðurnar benda til þess að ímynd Íslands sé almennt jákvæð en þó
  er ekki mikil þekking um Ísland á meðal Dana, ímyndin er að mestu tengd
  við náttúruna bæði meðal Dana og Íslendinga.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 15.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1686


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SAS.LOK2106.pdf2.61 MBLokaðurÍmynd Íslands í Danmörku-heildPDF