Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16860
Í ritgerð þessari er farið yfir samanburð á verðtryggðum og óverðtryggðum húsnæðislánum og þá þætti sem koma til með að hafa áhrif á lántakandann hvað lán eru valin. Að mörgu er að hyggja þegar ákvörðun er tekin um hvers konar lán til húsnæðiskaupa sé hagstæðast.
Í þessari ritgerð geri ég grein fyrir stjórnun peningamála á Íslandi og þróun verðbólgu ásamt því að skoða notkun verðtryggingar á Íslandi auk þess sem fræðilegir þættir verðtryggingar eru teknir fyrir. Verðtrygging húsnæðislána hefur sætt gagnrýni að undanförnu, sérstaklega í kjölfar hrunsins 2008. Annars vegar beinist gagnrýnin að mikilli hækkun skulda heimilanna og hins vegar eru sumir þeirrar skoðunar að verðtrygging húsnæðislána dragi úr virkni peningastefnunnar. Ég geri grein fyrir lánaframboði húsnæðislána og fjalla á eins hlutlausan hátt og mér er unnt um kosti og ókosti þessara lána. Hin ýmsu form lána eru kynnt og að lokum kynntur útreikningur þar sem lánin eru borin saman. Ályktanir mínar eru dregnar saman í niðurstöðukafla í lok ritgerðarinnar.
Í gegnum tíðina hefur sú aðferð að verðtryggja lán til húsnæðiskaupa sætt mikilli gagnrýni og af og til hafa komið fram tillögur á Alþingi um að afnema verðtrygginguna að fullu. Það er því afar mikilvægt að almenningur geri sér grein fyrir í hverju mismunur verðtryggðra og óverðtryggðra lána felst og viti að áhættan við lántöku er mismunandi eftir því hvers konar lán er tekið. Þessi ritgerð er innlegg í þá umræðu og svar við eftirfarandi rannsóknarspurningu: „Þegar tekið er húsnæðislán í dag, hvort er hagkvæmara að taka verðtryggt lán eða óverðtryggt?“
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSritgerð_Anna_Maria_Sigurdardotttir_2013_14_05_2013.pdf | 969,34 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
BSritgerð_Anna_Maria_Sigurdardotttir_Skemma.pdf | 416,69 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna |